Fara í efni

Dimmision verður föstudaginn 2. maí

Dimmision í VMA í apríl 2013.
Dimmision í VMA í apríl 2013.
Dimmision, þar sem brautskráningarnemar kveðja skólann á táknrænan hátt, verður haldin föstudaginn 2. maí en ekki miðvikudaginn 23. apríl, eins og upphaflega hafði verið áætlað. Þetta var ákveðið í gær. Hólmfríður Lilja Birgisdóttir, formaður Þórdunu, segir að fyrirsjáanlega verði ekki neinar uppákomur í félagslífinu til loka annarinnar, að dimmision undanskilinni, enda séu einungis röskar tvær vikur eftir af kennslu eftir páskaleyfi.

Dimmision, þar sem brautskráningarnemar kveðja skólann á táknrænan hátt, verður haldin föstudaginn 2. maí en ekki miðvikudaginn 23. apríl, eins og upphaflega hafði verið áætlað. Þetta var ákveðið í gær. Hólmfríður Lilja Birgisdóttir, formaður Þórdunu, segir að fyrirsjáanlega verði ekki neinar uppákomur í félagslífinu til loka annarinnar, að dimmision undanskilinni, enda séu einungis röskar tvær vikur eftir af kennslu eftir páskaleyfi.

Eins og greint hefur verið frá hér á heimasíðunni hafa skólayfirvöld í samráði við kennara og fulltrúa nemenda ákveðið að ekki verði kennt í næstu viku, dymbilviku, en þess í stað hefjist kennsla eftir páska þriðjudaginn 22. apríl og sömuleiðis verði kennt á sumardaginn fyrsta, sem annars hefði verið frídagur. Síðasti kennsludagur verður fimtmudagurinn 8. maí og próf hefjast strax daginn eftir, 9. maí. Uppfært skóladagatal má sjá hér.  Þetta þýðir með öðrum orðum að eftir páska verða einungis eftir 11 kennsludagar fyrir prófin.

Hólmfríður Lilja Birgisdóttir, formaður Þórdunu, segir að verkfallið hafi gert það að verkum að fella þurfti niður „Opna daga“, sem hafa verið árlegur hluti af félagsstarfi í skólanum. Hún segir að þar sem svo knappur tími sé til stefnu sjái hún ekki að um aðrar uppákomur verði að ræða í félagslífinu á þessum vetri en dimmision.

Eins og vera ber verður skipt um stjórn í Þórdunu áður en þessu skólaári lýkur og verður auglýst eftir framboðum í embættin fljótlega eftir páska.

Rétt er að minna á að frá því fyrir verkfall hafa nokkrir áhugasamir nemendur starfrækt útvarpsstöðina Útvarp VMA 98.8 og er stefnt að því að hún sendi út til loka skólaársins. Stöðin er með fb-síðu og heitir hún einfaldlega Útvarp VMA FM 98.8.