Fara í efni  

Býr á Akureyri og leggur línur um ljósleiđaravćđingu Google í Evrópu

Býr á Akureyri og leggur línur um ljósleiđaravćđingu Google í Evrópu
Theodór Kr. Gunnarsson.

Ţađ er till marks um hversu lítill heimurinn er orđinn međ stafrćnu byltingunni ađ í litlu herbergi á neđri hćđ húss á Akureyri, međ útsýni austur í Vađlaheiđi, situr Theodór Kr. Gunnarsson, starfsmađur stórfyrirtćkisins Google, og vinnur dags daglega ađ hönnun á ýmsum ţáttum er lúta ađ ljósleiđaravćđingu og uppbyggingu gagnavera Google í Evrópu. Theodór er uppalinn á Akureyri og var á sínum tíma nemandi á tölvubraut í VMA.

Grunnţekkingin úr VMA nýtist vel
„Ég flutti tíu ára gamall til Akureyrar úr Kópavogi. Fór hér í Lundarskóla og síđan lá leiđin í Gaggann. Ţađan fór ég í Menntaskólann en ákvađ ţegar ég frétti af stofnun tölvubrautar í VMA ađ skella mér ţangađ. Ţađ var á vorönn áriđ 2000. Á ţessum tíma hafđi ég mikinn áhuga á tölvum og var löngum stundum í tölvuleikjum. Ţannig kviknađi tölvuáhuginn. Tölvubrautin í VMA hentađi mér vel og ţar lćrđi ég fjölmargt sem enn ţann dag í dag nýtist mér mjög vel. Ég nefni til dćmis ađ mörg grunnatriđi sem ég lćrđi hjá Ćvari Ragnarssyni, Gunnari Möller og Adam Óskarssyni, sem var kerfisstjóri VMA á ţessum tíma, hafa nýst mér afar vel. Raunar fékk Adam mig í vinnu međ sér. Ţađ kom ţannig til ađ ég fór til Adams og spurđi hvort hann gćti útvegađ mér einhverja gamla tölvu sem hćgt vćri ađ nota fyrir nemendafélagiđ Ţórdunu, ég var ţá ađ vinna í ţví ađ setja upp heimasíđu fyrir Ţórdunu. Úr varđ ađ Adam bauđ mér vinnu, sem ég fékk borgađ fyrir, sem fólst í ţví ađ uppfćra og gera viđ tölvubúnađ skólans. Ađ ţessu var ég ađ vinna eftir ađ kennslu lauk á daginn. Ég lauk tölvubrautinni áriđ 2002 og lét ţar viđ sitja. Stundum hef ég hugsađ um ađ kannski hefđi ég átt ađ klára stúdentinn en satt ađ segja hefur ţađ aldrei komiđ mér í koll,” rifjar Theodór upp.

Fljótlega eftir ađ hafa lokiđ tölvubrautinni áriđ 2002 fór Theodór ađ starfa hjá fyrirtćkinu Skrín ţar sem hann var í ýmsum ţjónustustörfum, m.a. viđ ađ setja upp ADSL-tengingar á sveitabýlum – sem áđur höfđu búiđ viđ upphringisamband. Síđar tók hann ţátt í ađ stofna fyrirtćkiđ Stefnu međ Birgi Haraldssyni, Matthíasi Rögnvaldssyni og Róberti Frey Jónssyni. Fyrirtćkiđ hefur vaxiđ og dafnađ og Matthías, Birgir og Róbert Freyr starfa ţar enn. Í upphafi var Stefna fyrst og fremst tölvuţjónustufyrirtćki en fćrđi sig síđar í auknum mćli í heimasíđugerđ

Til starfa hjá Google í Ţýskalandi
„Eftir ađ hafa starfađ hjá Stefnu um hríđ fór ég áriđ 2005 til Sviss og gerđist ţar um tíma sjálfbođaliđi á vegum skátanna en ég hafđi lengi starfađ í skátunum hér heima. Ţar úti kynntist ég konunni minni, sem einnig er skáti, en hún er ţýsk og heitir Julia. Í framhaldinu fórum viđ í eins árs heimsreisu áriđ 2006 til Asíu, Nýja-Sjálands, Suđur-Ameríku, Galapakos eyja og Miđ-Ameríku. Ég kom síđan heim til Íslands og fékk vinnu hjá Skýrr en Julia fór til Heidelberg í Ţýskalandi ađ lćra lyfjafrćđi. Á ţví ári sem ég vann í ýmsum tölvumálum hjá Skýrr skođađi ég möguleikana á ţví ađ finna enskumćlandi vinnu í Ţýskalandi. Ég hafđi spurnir af áhugaverđri vinnu hjá Google og sótti um. Ég fór í fjögur símaviđtöl og ađ ţeim loknum buđu ţeir mér ađ koma út til ţess ađ fara í frekari starfsmannaviđtöl ţar. Ég ákvađ ađ bóka bara flugmiđann út og ţađ reyndist vera rétt ákvörđun ţví viku eftir síđara starfsmannaviđtaliđ úti var ég byrjađur ađ vinna í gagnaverum Google í Frankfurt og ţar starfađi ég í ţrjú ár. Ţetta var nýtt fyrir mér ađ ţví leyti ađ ţetta var allt miklu stćrra í sniđum en ég var vanur frá Íslandi.

Ég fćrđi mig síđan yfir í netdeildina hjá Google, var mest í Frankfurt en einnig í Amsterdam, París og London, viđ m.a. ađ setja upp routera – netbeina og tengja inn stćrri símafyrirtćki. Á ţessum tíma var ég ađeins farinn ađ vinna ađ ljósleiđaramálum og svo fór ađ tveimur árum liđnum ađ mér bauđst ađ fćra mig alfariđ yfir í ljósleiđaradeildina sem vinnur ađ uppsetningu og hefur umsjón međ ljósleiđarakerfum Google í Evrópu. Áriđ 2015 var ég ráđinn í nýja stöđu sem felst í ţví ađ hanna og plana ljósleiđarakerfi í Evrópu. Einn mađur vinnur sambćrilega vinnu fyrir Google međ ađsetur í Japan og tveir eru stađsettir í Bandaríkjunum. Ég vinn náiđ ađ ţessum málum međ um fimmtán manna teymi í Dublin á Írlandi. Ţađ má í stórum dráttum segja ađ um helmingur af mínu starfi sé hönnun og ađ gera framtíđaráćtlanir um uppbyggingu ljósleiđarakerfa og um helmingur forritunarvinna til ţess ađ halda utan um allar ţessar upplýsingar. Ţađ ţarf stöđugt ađ uppfćra áćtlanir um nauđsynlega bandbreidd og gera áćtlanir um endurbćtur og frekari uppbyggingu kerfisins. Ţađ má í stórum dráttum segja ađ viđ ţurfum alltaf ađ vinna eftir fimm ára plani. Í ţessum efnum er öll Evrópa undir og ađ mörgu ţarf ađ hyggja, eins og t.d. ađgengi ađ rafmagni og kćlingu fyrir gagnaverin. Viđ ţurfum stöđugt ađ velta ţví fyrir okkur hverskonar kerfi henta best og hvađa endabúnađ er best ađ nota. Ţetta er hluti af ţví sem ég er ađ fást viđ dags daglega,” segir Theodór.

Til Akureyrar í september sl.
Theodór kveđst hafa búiđ í litlu og kyrrlátu 120 manna samfélagi í Ţýskalandi međ Juliu konu sinni, en bćđi eru ţau 35 ára gömul, og Emil Tuma, tveggja og hálfs árs syni ţeirra. Eftir ađ hafa starfađ í öll ţessi ár fyrir Google á meginlandi Evrópu segir Theodór ađ hugurinn hafi fariđ ađ leita heim til Íslands. Hann fór á fund yfirmanna sinna og ţeir gáfu grćnt ljós á, í sex mánuđi til ađ byrja međ, ađ fjölskyldan myndi flytja til Akureyrar og Theodór héldi áfram ađ vinna sitt starf ţađan. Fjölskyldan flutti til Akureyrar í september sl. og tók einbýlishús á leigu af fólki sem verđur tímabundiđ viđ nám í Danmörku. „Viđ tókum húsiđ á leigu međ öllu. Viđ komum bara međ fötin okkar og helstu nauđsynjar. Búslóđin er enn í gámi út í Ţýskalandi. Viđ vildum ekki strax taka skrefiđ til fulls, viđ vildum láta á ţađ reyna hvernig okkur líkađi ađ búa hér og einnig miđuđum viđ í upphafi viđ sex mánuđi. En ţađ er ekkert launungarmál ađ ég hefđi áhuga á ađ vera hér áfram, enda eru mínar rćtur hér. Mamma býr hér á Akureyri en pabbi í Keflavík. Viđ viljum láta á ţađ reyna hvernig konunni minni líkar ađ búa hér. Hún er međ doktorspróf í lyfjafrćđi og gćti eflaust fengiđ vinnu viđ hćfi hér á Íslandi. Hún var ađ ljúka fyrsta íslenskunámskeiđinu hjá SÍMEY. Ţađ kemur sér ágćtlega ađ viđ erum bćđi hér heima ţví strákurinn okkar hefur ekki enn sem komiđ er fengiđ pláss á leikskóla," segir Theodór.

Theodór er ekki eini íslenski starfsmađur Google á Íslandi. Ţrír ađrir eru búsettir á höfuđborgarsvćđinu og vinna í öđrum deildum Google. Fleiri Íslendingar starfa hjá fyrirtćkinu en búa í útlöndum. Í ţađ heila telur Theodór ađ á bilinu 80 til 100 ţúsund manns starfi hjá Google – auk gríđarlegs fjölda verktaka sem vinna ađ ákveđnum verkefnum fyrir fyrirtćkiđ en eru ekki í föstu starfi. Hér má sjá yfirlitsmynd af netkerfi Google í öllum heiminum og hér er mynd af neđansjávarljósleiđarakerfi heimsins.

Tíđir fjarfundir
„Ţetta er fjölbreytt starf og ég kynnist mörgu. Áđur ferđađist ég mikiđ vegna starfa minna en úr ţví hefur dregiđ. Ég var ţó nýveriđ í Dublin og fer aftur ţangađ 10. desember í stutta heimsókn. Ég vinn náiđ međ ljósleiđarateymi Google ţar og ţarf ţví ađ hitta ţađ reglulega. En fjarfundir eru tíđir og ég hugsa ađ samtals sé ég á slíkum fundum í allt ađ 8-10 klukkustundir í hverri viku, um 20% af vinnutímanum. Ţađ krefst vissulega töluverđs sjálfsaga ađ vinna bróđurpart vinnunnar viđ tölvu hér heima en ţví er ég vanur frá ţví viđ bjuggum í Ţýskalandi. Ţar vann ég löngum stundum á tölvu út í sveit í litlu samfélagi. Ţetta venst mjög vel og er eins og hver önnur vinna, ţađ skiptir ekki máli hvort ég er á stórum vinnustađ međ fjölda fólks sem situr viđ tölvur eđa er einn hér á Akureyri og sit viđ tölvuna, bróđurpartur daglegra samskipta er í gegnum tölvuna,” segir Theodór en ţessa dagana er hluti af starfi hans ađ leggja línur um uppbyggingu á nýju gagnaveri Google í Danmörku.

 

 

 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00