Fara efni  

Boi upp forritunarnm vornn VMA

Innritun nm forritun VMA gengur gtlega. 13 hafa stt um en enn er plss fyrir nokkra nemendur. fanginnn Heitir FOR109I og verur kenndur rijudgum og fimmtudgum auk undirbningstma. Byggt verur Flipped Classroom kennsluaferinni me verkefnalotum sklatma og kennsluefni vefnum.

Innritun í nám í forritun í VMA gengur ágætlega. 13 hafa sótt um en ennþá er pláss fyrir nokkra nemendur. Áfanginnn Heitir FOR109I og verður kenndur á þriðjudögum og fimmtudögum auk undirbúningstíma. Byggt verður á Flipped Classroom kennsluaðferðinni með verkefnalotum á skólatíma og kennsluefni á vefnum.

Að sögn Benedikts Barðasonar áfangastjóra verður farið í HTML, CSS, JavaScript, JQuery, MySQL og PHP. Áfanganum lýkur síðan með lokaverkefni þar sem nemendur nýta þá þekkingu sem þeir hafa aflað sér á önninni. Nemandur  þurfa að hafa lokið STÆ203/STÆ262 og ENS203/ENS212 en einnig verður tekið tillit til mætinga, ástundunar og árangurs. Hann má nota sem kjörsvið á bóknámsbrautum skólans. Áfanginn hentar vel sem grunnur fyrir app- og leikjaforritun.

Sigurður Hlynur Sigurðsson, verkefnastjóri og enskukennari við VMA,  segir að svo viðamikið forritunarnám hafi ekki áður verið í boði við Verkmenntaskólann og þess sé vænst að það komi til móts við ítrekaðar óskir um slíkt nám. „Við getum litið á þetta sem tilraun. Hér erum við að setja saman mikið nám í einn áfanga. Fyrst og fremst er hér um að ræða metnaðarfullt og krefjandi verklegt nám – átján tímar á viku,“ segir Sigurður Hlynur.

 

Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mnudaga til fimmtudaga fr kl. 08:15-12:10 og fr 12:30-15:00. fstudgum er opi fr kl 08:15-13:00.