Fara í efni

Boðið upp á forritunarnám á vorönn í VMA

Innritun í nám í forritun í VMA gengur ágætlega. 13 hafa sótt um en ennþá er pláss fyrir nokkra nemendur. Áfanginnn Heitir FOR109I og verður kenndur á þriðjudögum og fimmtudögum auk undirbúningstíma. Byggt verður á Flipped Classroom kennsluaðferðinni með verkefnalotum á skólatíma og kennsluefni á vefnum.

Innritun í nám í forritun í VMA gengur ágætlega. 13 hafa sótt um en ennþá er pláss fyrir nokkra nemendur. Áfanginnn Heitir FOR109I og verður kenndur á þriðjudögum og fimmtudögum auk undirbúningstíma. Byggt verður á Flipped Classroom kennsluaðferðinni með verkefnalotum á skólatíma og kennsluefni á vefnum.

Að sögn Benedikts Barðasonar áfangastjóra verður farið í HTML, CSS, JavaScript, JQuery, MySQL og PHP. Áfanganum lýkur síðan með lokaverkefni þar sem nemendur nýta þá þekkingu sem þeir hafa aflað sér á önninni. Nemandur  þurfa að hafa lokið STÆ203/STÆ262 og ENS203/ENS212 en einnig verður tekið tillit til mætinga, ástundunar og árangurs. Hann má nota sem kjörsvið á bóknámsbrautum skólans. Áfanginn hentar vel sem grunnur fyrir app- og leikjaforritun.

Sigurður Hlynur Sigurðsson, verkefnastjóri og enskukennari við VMA,  segir að svo viðamikið forritunarnám hafi ekki áður verið í boði við Verkmenntaskólann og þess sé vænst að það komi til móts við ítrekaðar óskir um slíkt nám. „Við getum litið á þetta sem tilraun. Hér erum við að setja saman mikið nám í einn áfanga. Fyrst og fremst er hér um að ræða metnaðarfullt og krefjandi verklegt nám – átján tímar á viku,“ segir Sigurður Hlynur.