Fara í efni  

Alţjóđadagur kennara í VMA

Alţjóđadagur kennara í VMA
Vígreifir verđlaunahafar ásamt formanni Ţórdunu.

Í gćr, 5. október, var haldiđ upp á Alţjóđadag kennara út um allan heim – ţar á međal var hans minnst í VMA međ stuttri dagskrá í löngufrímínútunum.

Ađ ţessu sinni var yfirskrift Alţjóđadags kennara Faglegt frelsi – styrkjum stöđu kennara.

Stofnađ var til ţessa dags ađ frumkvćđi UNESCO og Alţjóđasamtaka kennara (Education International) áriđ 1994.

Á heimasíđu Kennarasambands Íslands segir eftirfarandi um Alţjóđadag kennara: „Markmiđiđ međ deginum hefur ávallt veriđ ađ vekja athygli á ţví mikilvćga starfi sem kennarar gegna í heiminum – en líka ađ efla samtakamátt kennara og huga ađ hvernig menntun barna verđur best háttađ í framtíđinni.

Í fréttatilkynningu frá Alţjóđasamtökum kennara segir ađ kennarar starfi viđ erfiđar ađstćđur víđa um heim. Annars vegar sé ástand sums stađar ótryggt og einkennist af ofbeldi og átökum og hins vegar sé faglegu sjálfstćđi kennara víđa ábótavant. „Ţessari neikvćđu ţróun verđur ađ snúa viđ. Yfirvöld bera skyldu til ţess ađ tryggja ađ störf kennara séu metin ađ verđleikum og ţeir njóti virđingar.“ Ţá segir jafnframt í tilkynningu samtakanna ađ tryggja verđi kennurum viđunandi starfsađstćđur, öruggt og heilbrigt starfsumhverfi, faglegt frelsi og tćkifćri til starfsţróunar. Kennarasamband Íslands mun sem fyrr fagna kennaradeginum međ ýmsum hćtti.“

Sem fyrr segir var dagsins minnst í gćr međ ánćgjulegri samveru í Gryfjunni sem nemendur í áfanga í viđburđastjórnun stóđu fyrir.

Ólafur Göran Ólafsson Gros formađur Ţórdunu var kynnir og hann beindi sömuleiđis eftirfarandi orđum til kennara skólans:

„Kennarastarfiđ er erfitt og krefjandi starf. Kennarar bera ţá ábyrgđ ađ mennta komandi kynslóđir og gera ţćr tilbúnar fyrir framtíđina. Ţeir eiga skiliđ miklu meiri virđingu en ţeir fá en sérstaklega eiga ţeir skili hćrri laun. Ţađ ćtti nú ekki ađ vera vandamál ţar sem allir vita ađ skólinn á skítnóg af peningum!
Kennarinn ţarf ađ vera ţolinmóđur, áhugasamur, góđur og vingjarnlegur en mest af öllu ţarf hann ađ ţola ađ nemendur séu endalaust í símanum – og gefa restinni hćrri einkunnir ţó viđ vinnum ekkert meira en símafólkiđ.
En ađ öllu gríni slepptu viljum viđ nemendur óska kennurum innilega til hamingju međ daginn!“

Tvö tónlistaratriđi voru í tilefni dagsins. Sćrún Elma Jakobsdóttir söng lagiđ „Er hann birtist“ og Unnur Eyrún Kristjánsdóttir flutti lagiđ „Hafiđ og fjöllin“. Undirleik annađist Pétur Guđjónsson.

Á ţessum Alţjóđadegi kennara fengu eftirfarandi kennarar viđurkenningar:

Frumlegasti kennarinn: Valgerđur Dögg Jónsdóttir
Fyndnasti kennarinn: Gunnar Bergmann
Krúttlegasti kennarinn: Jóhannes Árnason
Skemmtilegasti kennarinn: Karen Malmquist
Stundvísasti kennarinn: Elín Björk Unnarsdóttir
Hressasti kennarinn: Katrín Harđardóttir
Áhugasamasti kennarinn: Erna Hildur Gunnarsdóttir
Eftirminnilegasti kennarinn: Gunnar Möller
Rólegasti kennarinn: Indriđi Arnórsson
Vinalegasti kennarinn: Íris Ragnarsdóttir
Íţróttaálfurinn: Anna Berglind Pálmadóttir
Yndiđ: Ţorsteinn Kruger
Fyrirmyndin: Börkur Már Hersteinsson

Nokkrir af kennurunum voru fjarverandi og gátu ţví ekki veitt viđtöku viđurkenningum sínum sem eru forláta kórónur – en flestir voru verđlaunahafarnir mćttir og tóku sig vel út međ sín höfuđföt.

Hvernig er góđur kennari og góđur nemandi?

Í tíma hjá Valgerđi Dögg Jónsdóttur kennara var umrćđuefni dagsins hvernig góđur kennari og góđur nemandi ćtti ađ vera. Nemendur punktuđu niđur ţađ sem ţeim bjó í brjósti og hér ađ neđan má sjá nokkra af ţeim punktum sem ţeir settu á blađ:

Kennarar:

- Góđur kennari er ađ mínu mati einhver sem er sanngjarn. Ţađ er mjög mikilvćgt ađ vera sanngjarn sem kennari til ađ nemendur verđi sanngjarnir viđ hann. 

- Nauđsynlegt er ađ allir kennarar séu hlutlausir. Kennari á ekki ađ láta skođanir sínar hafa áhrif á ţađ sem hann er ađ kenna og hann á ekki ađ gera upp á milli nemenda. 

- Góđur kennari ţarf ađ finna hiđ fullkomna jafnvćgi milli aga og ađ vera skemmtilegur. Ekki er nóg ađ vera međ aga en ekki skemmtilegur, ţá hafa nemendur ekki gaman af ţví ađ sitja í tímum. Ađ sama skapi má kennarinn ekki bara vera skemmtilegur međ engan aga ţví ţá fer tíminn í algjöra vitleysu.

- Góđur kennari er sá sem heldur uppi aga í bekknum, er skemmtilegur og auđvelt er ađ tala viđ og leita ađstođar hjá ef ţarf. 

- Góđur kennari ţarf ađ vera skipulagđur og koma undirbúinn í tíma. Einnig er mikilvćgt ađ kennari sé jákvćđur og hvetjandi og taki tillit til ţeirra sem eiga erfiđara međ nám og beri virđingu fyrir öllum.

- Góđur kostur kennara er ađ hann tali viđ okkur (framhaldsskólanema) eins og jafningja og geti tekiđ málefnalegar umrćđur viđ okkur og hlustađ á skođanir okkar. 

- Einn mikilvćgasti kostur kennara er ţolinmćđi, hann ţarf líka ađ hafa fulla stjórn á bekknum svo ţađ fari ekki allt í steypu.

- Góđur kennari getur sett sig í spor nemanda og er jákvćđur. Hann hefur áhuga á faginu sem hann er ađ kenna ţví áhugi er bráđsmitandi. 

- Hinn fullkomni kennari er ekki bara góđur ađ kenna, hann er líka skemmtilegur. Til eru kennarar sem eru góđir í ţví ađ trođa ţekkingu í heilann á manni en verđur seint minnst sem skemmtilegra einstaklinga og öfugt.

- Góđur kennari ţekkir nemendur sína og kann ađ dćma hlutina út frá ţeim.

- Til ađ verđa góđur kennari ţarf mađur ađ láta nemendurna skipta sig máli og sýna ţeim ţađ.

- Góđur kennari er sanngjarn, hress og uppátćkjasamur.

- Góđur kennari hefur áhuga á ţví námsefni sem hann kennir, sá áhugi skilar sér nefnilega nánast alltaf til nemenda. Líkurnar á ţví ađ nemandi nenni ađ lćra námsefni sem kennari virđist ekki nenna ađ kenna eru nefnilega mjög litlar.

Nemendur:

- Góđur nemandi mćtir í alla tíma sem hann getur. Hann ţarf líka ađ sýna samnemendum sínum virđingu međ ţví ađ hafa ţögn ţegar ţađ á viđ.  Mikilvćgt er ađ góđur nemandi sem er kominn langt á undan í einhverjum áfanga geti ađstođađ samnemendur sína ef ţörf er á ţví.

- Góđur nemandi verđur nauđsynlega ađ leggja sig fram í prófum og lćra mjög vel undir ţau og hann má ekki hafa hugarfariđ sem margir eru međ, ađ allt yfir 5 sé aukavinna.

- Góđur nemandi er oftast ekki í símum í tíma eđa talandi endalaust viđ sessunautinn.

- Góđur nemandi fylgist vel međ í tímum og glósar gjarnan ţegar kennarinn er ađ tala.

- Góđur nemandi hefur áhuga á efninu sem veriđ er ađ kenna og/eđa trúir ţví ađ ţađ muni gagnast honum í lífinu eđa framhaldsnámi.

- Ef nemandinn er góđur í ađ tala um efniđ og spyrja spurninga varđandi ţađ getur ţađ bćtt fyrir ađ kunna ekki efniđ eđa fylgjast ekki alltaf nógu vel međ. 

- Góđur nemandi veit ađ hann getur aldrei lćrt allt og gćti lćrt eitthvađ nýtt á hverjum degi. 

- Fullkominn nemandi mćtir alltaf á réttum tíma, hlustar í tímum, truflar ekki kennarann eđa samnemendur og fćr góđar einkunnir. 

- Góđur nemandi er sá sem ţorir ađ spyrja spurninga í tímum og kemur međ góđar athugasemndir sem tengjast námsefninu, svo lengi sem ţađ gerist ekki of oft.

 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00