Fara í efni  

Allir hvattir til ađ vera međ í

Í nćstu viku – frá mánudegi til föstudags – verđur keppni milli framhaldsskóla landsins undir yfirskriftinni „Hjólum í skólann“. Eins og nafniđ gefur til kynna er um ađ rćđa hvatningu til bćđi nemenda og starfsfólks framhaldsskólanna ađ í stađ ţess ađ fara á einkabílnum til og frá skóla hjóli eđa gangi fólk í skólann eđa taki almenningssamgöngur. Óiafur Björnsson, íţróttakennari viđ VMA, hvetur bćđi nemendur og kennara VMA til ţess ađ taka af fullum krafti ţátt í ţessu verkefni.

Í næstu viku – frá mánudegi til föstudags – verður keppni milli framhaldsskóla landsins undir yfirskriftinni „Hjólum í skólann“. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða hvatningu til bæði nemenda og starfsfólks framhaldsskólanna að í stað þess að fara á einkabílnum til og frá skóla hjóli eða gangi fólk í skólann. Óiafur Björnsson, íþróttakennari við  VMA, hvetur bæði nemendur og kennara VMA til þess að taka af fullum krafti þátt í þessu verkefni.

„Hjólum í skólann“ er nýtt verkefni þar sem starfsfólk og nemendur framhaldsskólanna keppa sín á milli um að leggja einkabílnum og fara með öðrum hætti í skólann. Þetta heilsuátak er í tengslum við Evrópsku samgönguvikuna, en stefnt er að því að það verði árviss viðburður.

„Hjólum í skólann“ er samstarfsverkefni Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Hjólafærni á Íslandi, Landlæknisembættisins, Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu og Sambands Íslenskra framhaldsskólanema. Samstarfshópur varð til um verkefnið af frumkvæði Hjólafærni á Íslandi og tók hann til starfa síðsumars 2012. Samstarfshópurinn stóð að Hjóladeginum 18. september 2012 þar sem starfsfólk og nemendur framhaldsskólanna voru hvattir til að hjóla í skólann þennan eina dag. Í tengslum við Hjóladaginn var myndakeppni þar sem framhaldsskólarnir voru hvattir til að senda inn ljósmyndir og valdi dómnefnd bestu myndina. Framhaldsskólinn á Húsavík bar sigur úr býtum og fékk í verðlaun 50.000 krónur frá Landlæknisembættinu til þess að bæta aðstöðu hjólandi nemenda við skólann.

Vefsíða verkefnisins er á slóðinni www.hjolumiskolann.is og þar geta allir skráð sig inn og sett síðan upplýsingar um hreyfingu hvers og eins. Unnt verður að skrá inn alla næstu viku en Ólafur Björnsson, íþróttakennari við VMA, hvetur nemendur og starfsmenn VMA til þess að drífa í því sem fyrst að skrá sig inn og taka þannig virkan þátt í átakinu frá fyrsta degi, en eins og áður segir hefst það nk. mánudagsmorgun.


 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00