Fara í efni

Aftur í skólann!

Kennsla hefst á öllum brautum VMA í dag.
Kennsla hefst á öllum brautum VMA í dag.
Kennsla hefst í dag á öllum brautum VMA eftir gott páskafrí. Framundan er annasamur mánuður því aðeins 20 kennsludagar eru eftir af skólaárinu – síðasti kennsludagur er þriðjudagurinn 30. apríl.

Kennsla hefst í dag á öllum brautum VMA eftir gott páskafrí. Framundan er annasamur mánuður því aðeins 20 kennsludagar eru eftir af skólaárinu – síðasti kennsludagur er þriðjudagurinn 30. apríl.

Sigríður Huld Jónsdóttir, aðstoðarskólameistari VMA, segir að í mörg horn sé að líta fyrir bæði nemendur og kennara á þessum síðustu vikum skólaársins. „Fljótlega eftir páska þurfa nemendur í hinum ýmsu fögum að skila stórum verkefnum og ritgerðum og síðan eru nemendur á nokkrum brautum á fullu við að klára sín lokaverkefni. Það á til dæmis við um vélstjórnina og listnámsbrautina. Og rétt fyrir páskafrí kynntu nemendur á sjúkraliðabraut sín fræðilegu lokaverkefni,“ segir Sigríður Huld.

Auk þessara venjubundnu kennsludaga verður eitt og annað um að vera í félagslífinu í apríl.  Eins og komið hefur fram er leikfélagið að æfa verk eftir Hallgrím Helgason og kosningar í stjórn nemendafélagsins Þórdunu verða fimmtudaginn 18. apríl. Og ekki má gleyma dimmiteringu útskriftarnema, sem verður miðvikudaginn 24. apríl – síðasta vetrardag.

Sem fyrr segir verður síðasti kennsludagur á vorönn þriðjudagurinn 30. apríl. Próf hefjast síðan strax þann 2. maí. Próftöflu fyrir nemendur í dagskóla má sjá hér og hér er próftafla fyrir nemendur í fjarnámi.