Fara í efni  

Á lokasprettinum í fatahönnun í Bournemouth - međ góđan grunn úr VMA

Á lokasprettinum í fatahönnun í Bournemouth - međ góđan grunn úr VMA
Ţórey Lísa Ţórisdóttir.

Ţórey Lísa Ţórisdóttir útskrifađist sem stúdent af listnáms- og hönnunarbraut VMA áriđ 2015, lauk bćđi myndlistar- og textíllínu. Leiđ hennar lá strax til Englands ţar sem hún hóf nám í Arts University Bournemouth í samnefndri borg á suđurströnd Englands. Ţann 28. júní er komiđ ađ kaflaskilum hjá Ţóreyju ţegar hún brautskráist međ BA-próf í fatahönnun.

Ţórey Lísa er 22 ára Akureyringur. Á sínum tíma lá beint viđ ađ fara í listnám í VMA ţví ţar lá hennar áhugi. Hún fann sig vel í náminu og leiđin áfram í frekara nám var bein og breiđ. Hún ákvađ ađ fara strax erlendis og staldrađi viđ listaháskólann í Bournemouth í ţví skyni ađ lćra fatahönnun. Fyrsta áriđ er almennur grunnur, á öđru árinu fá nemendur meira svigrúm og í vetur, á ţriđja og síđasta árinu, er nemendum ćtlađ ađ hanna sína eigin fatalínu og fylgja henni eftir. Ţórey Lísa ákvađ ađ hanna hversdagslega íţróttafatnađarlínu, ekki ţó til ţess ađ fara í í rćktina heldur til ţess ađ nota dags daglega. Lokaverkefni sínu skilađi hún sl. föstudag og á nćstu ţremur vikum ţarf hún ađ vinna ađ ţví m.a. ađ setja upp vefsíđu, sýnimöppu og ferilskrá. Ţann 24. maí er síđan komiđ ađ sýningu á verkum nemenda. Hér má sjá föt sem Ţórey Lísa hannađi á lokaspretti námsins í Bournemouth.

Á fimmta tug nemenda ljúka námi af ţessari braut í Arts University Bournemouth í vor. Yfirgnćfandi meirihluti nemenda eru Bretar. Í ţađ heila er 21 Íslendingur í skólanum, Ţórey Lísa er eini Íslendingurinn sem brautskráist sem BA í fatahönnun í vor, tveir íslenskir nemendur eru í fatahönnun á öđru ári og einn á fyrsta ári.

"Námiđ í Bournemouth hefur veriđ mjög ţroskandi og gefandi og ég er afar sátt ađ hafa fariđ ţessa leiđ ađ loknu námi í VMA. Ţađ er engin spurning ađ VMA bjó mig vel undir ţetta nám, mér fannst ég vera betur undirbúin en margir af mínum samnemendum enda fékk ég mjög góđan grunn í VMA í ađ sníđa, sauma og teikna. Allt hefur ţetta nýst mér vel. Teiknikunnáttan hefur gert ţađ ađ verkum ađ ég teikna mín sniđ auk ţess sem ég nýti mér tölvutćknina sem almennt er notuđ ţegar út á vinnumarkađinn er komiđ. Ţađ er full ástćđa til ađ hvetja nemendur sem eru ađ ljúka textílnámi ađ skođa ţennan möguleika í frekari náms, ég mćli međ honum. Ţetta er gott nám og ţađ er mjög ţroskandi og hvetjandi ađ fara í nám erlendis," segir Ţórey Lísa.

Um framhaldiđ segir hún óvíst. Hún hafi ţó hug á ţví ađ fara út á vinnumarkađinn ađ lokinni útskrift í júní. En hvar ţađ verđi sé óráđiđ. Framundan sé ađ sćkja um vinnu og í ţeim efnum horfi hún til London. Ţar sé samkeppnin sannarlega mikil en skólinn sé fús ađ leggja nemendum liđ viđ ađ finna sér vinnu í faginu. Hvađ út úr ţessu kemur segir Ţórey Lísa ađ eigi eftir ađ koma í ljós. En síđar segist hún vel geta hugsađ sér ađ starfa hjá ţekktum fyrirtćkjum eins og H&M í Svíţjóđ eđa Adidas í Ţýskalandi. En ţađ segir hún ađ sé eitthvađ sem hún horfi ekki til strax, fyrst sé ađ leita sér ađ vinnu í London. Hún horfi til ţess ađ vera áfram í Englandi enda sé kćrastinn hennar ţarlendur, frá Essex í útjađri London. Ţó svo ađ handbolti sé ekki sérlega hátt skrifađur í Englandi var ţađ ţó svo ađ handboltinn tengdi ţau saman. Ţórey Lísa hefur spilađ handbolta frá unga aldri og hefur spilađ eilítiđ samhliđa skólanum í Bournemouth. Og kćrastinn, sem er hagfrćđimenntađur, er sömuleiđis í íţróttinni, spilar í marki ţegar stundir gefast frá vinnu hans í Southampton, sem er skammt frá Bournemouth.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00