Fara í efni  

Á EM í golfi 18 ára og yngri

Á EM í golfi 18 ára og yngri
Arnór Snćr Guđmundsson.

„Ég stefni vissulega ađ ţví ađ ná lengra í íţróttinni. Ađ loknu námi á íţróttabraut hér í VMA horfi ég til ţess ađ fara í háskóla í Bandaríkjunum eftir ár og stunda golfiđ jafnframt,“ segir Arnór Snćr Guđmundsson, átján ára Dalvíkingur sem ţessa viku keppir ásamt fimm félögum sínum fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramóti kylfinga átján ára og yngri í Kraká í Póllandi. Í mótinu er keppt í deildum og er Ísland í annarri deild en keppir ađ ţví á mótinu ađ komast upp í fyrstu deild. Ţađ er takmark sexmenninganna á mótinu en allt umfram ţađ yrđi bónus. Arnór tók einnig ţátt í Evrópumótinu í fyrra.

Annar norđanmađur keppir á Evrópumótinu, Kristján Benedikt Sveinsson úr Golfklúbbi Akureyrar, sem hefur einnig veriđ í VMA, en hinir fjórir liđsfélagarnir eru úr golfklúbbum á höfuđborgarasvćđinu. Ţeir félagarnir hittust sl. laugardag og stilltu saman strengi en í gćr, sunnudag, var haldiđ til Póllands og í dag og nćstu daga er framundan spennandi keppni viđ bestu kylfinga Evrópu í ţessum aldursflokki.

„Evrópumótiđ er ekki einstaklingskeppni. Ţetta er annars vegar 36 holu höggleikur og hins vegar holukeppi ţar sem í riđlum eru liđ á móti liđi. Ţađ er vissulega mjög gaman ađ taka ţátt í slíku móti. Vellirnir eru öđruvísi en viđ eigum ađ venjast, fleiri sterkari andstćđingarnir og öđruvísi veđurađstćđur. Ţessu fylgir ákveđinn spenningur,“ segir Arnór.

Ţrátt fyrir ungan aldur hefur Arnór Snćr lengi stundađ golf. Hann rifjar upp ađ hafa fyrst slegiđ golfkúlur ţegar hann var fimm ára gamall á opnu svćđi fyrir neđan kirkjuna á Dalvík. Síđan lá leiđin á völlinn í landi Ytra- Garđshorns í Svarfađardal ţar sem Golfklúbburinn Hamar í Dalvíkurbyggđ hefur sitt ađsetur og ófáa hringina hefur Arnór slegiđ ţar. Leiđin hefur smám saman legiđ upp á viđ og segir hann ađ í fyrra hafi honum gengiđ mjög vel. Ţađ kom ţví ekki á óvart ađ ţessi ungi og efnilegi kylfingur skyldi vera valinn íţróttamađur Dalvíkurbyggđar 2016. Í ár segir Arnór ađ hafi ekki gengiđ alveg eins vel en ţó hafi hann náđ ađ verđa Norđurlandsmeistari nýveriđ í sínum aldursflokki.

„Ég tel mig vera ágćtlega undirbúinn fyrir ţetta mót. Ég hef veriđ á stífum ćfingum og síđan hef ég veriđ ađ vinna í andlegu hliđinni sem skiptir líka miklu máli. Hjalti Jónsson sálfrćđingur hefur veriđ ađ segja mér ađeins til í ţeim efnum og ég mun áfram vinna međ honum í ađ styrkja ţennan ţátt,“ segir Arnór Snćr Guđmundsson.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00