Fara í efni

Átakið - Hjólað í vinnuna - hefst í dag

Hið árlega átak Íþrótta- og ólympíusambands Íslands„Hjólað í vinnuna“, hefur fest sig í sessi og í dag hefst átakið í ár og því lýkur 24. maí. Að sjálfsögðu hefur VMA skráð sig til leiks.  

Setningarhátíð átaksins á landsvísu verður núna í morgunsárið kl. 08:30 í  Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal í Reykjavík.. 

Skráningar í átakið eru í fullum gangi og hægt er að skrá sig til leiks þar til verkefninu lýkur 24. maí. Þær nýjungar eru á heimasíðu „Hjólað í vinnuna“ að nú er hægt að lesa inn ferðir úr Strava og Runkeeper.

Meðan á verkefninu stendur verður dregið úr skráðum þátttakendum á hverjum degi. Einn heppinn þátttakandi fær vinning frá Erninum. Einnig verður dregið úr Instagram myndum sem verða merktar #hjoladivinnuna og gefur fyrirtækið Nutcase hjálma í vinning.