Fara í efni

Fab-lab-námskeið

Í þessum áfanga munu nemendur fá að kynnast örtölvum og hvernig hægt er að nýta þær með því að tengja við ýmsar tegundir skynjara, svo sem hreyfiskynjara, birtuskynjara og hita- og rakaskynjara, og bregðast við þeim á mismunandi hátt. Til dæmis með því að kveikja á LED peru, gefa frá sér hljóð, hreyfa mótor, eða jafnvel að senda gögnin “upp í skýið”.

Allir nemendur munu byggja sína eigin "tölvu" sem nýtir eina eða fleiri tegund skynjara og bregst við á einhvern hátt. Nemendur munu fá afhenta pakka sem innihalda tölvuíhlutina sem nauðsynlegir eru til að búa til vélina. Það sem nemendur þurfa að gera er að ákveða hvað tölvan á að gera, hanna utan um hana hýsingu, og forrita tölvuna til að gera það sem hún á að gera.

 

Getum við bætt efni síðunnar?