Fara í efni

FERÐ2ÍS05 - Ferðamál 1

Hefur þú áhuga á ferðalögum? Langar þig að kynnast heiminum betur? Langar þig í óvissuferð til Evrópu? Þá eru Ferðamál 1 og 2 eitthvað fyrir þig!  

Í þessum fyrri áfanga kynnast nemendur ýmsum hliðum ferðaþjónustu, m.a. gerð kynningarmyndbanda, skipulagningu bakpokaferðalags og hvernig megi laða ferðamenn að með grípandi bæklingum. Nemendur fara líka í starfskynningar í ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu. 

Ferðamál er röð tveggja áfanga sem endar með óvissuferð í seinni áfanganum.  

Áfanginn er símatsáfangi og eru verkefnin unnin að mestu á íslensku og ensku, einhver smærri verkefni eru á dönsku og þýsku eða frönsku. Ekki er hægt að taka Ferðamál 2 nema vera búinn með þennan áfanga. 

Námsmat: Áfanginn er símatsáfangi.

Námsgögn og kostnaður: Ekki þarf að kaupa neinar kennslubækur. Nemendur þurfa að greiða fyrir óvissuferðina en kostnaði er haldið í lágmarki. 

Getum við bætt efni síðunnar?