Tölvupóstur
1. Fyrst þarf að virkja IMAP aðgang fyrir Gmail. Það er gert á eftirfarandi hátt:
- Smellt á tannhjólið og valið stillingar í Gmail.
- Þar er valið “Áframsending og POP/IMAP“ og hakað við “Gera IMAP virkt”. Muna svo að vista breytingar.
2. Næsta skref er að opna fyrir aðgang að zimbra póstinum í Gmail. Það er gert með því smella á eftirfarandi hlekk og leyfa ótraustari forrit. Hnappurinn er þá færður til hægri á þeirri síðu.
https://myaccount.google.com/lesssecureapps
3. Bæta þarf við ytri aðgangi í Zimbra (https://gamlipostur.vma.is):
-
Opnið Zimbra póstinn og veljið “Stillingar”.
-
Smellið á “Aðgangar” og veljið “Bæta við ytri aðgangi”
-
Setjið inn eftirfarandi:
- - Netfang: (ykkar netfang)
- - Heiti aðgangs: (t.d. Jón Gmail)
- - Notandanafn aðgangs: (ykkar netfang)
- - Póstþjónn: imap.gmail.com
- - Lykilorð: (ykkar lykilorð)
- - Haka við “Nota dulkóðaða tengingu (SSL) þegar farið er inn á þennan þjón”
- - Smellið á “Prófunarstillingar”. Þá ætti að koma upp gluggi sem segir að þetta hafi tekist.
-
Vista
Núna er hægt að draga möppur og pósta yfir í Gmail inbox möppuna í Zimbra.
Athugið að það er nauðsynlegt að smella á “Endurnýja” takkann í Gmail póstinum þegar færsla á efni hefur verið gerð í Zimbra. Það getur tekið smá tíma fyrir efnið að birtast í Gmail póstinum.
Tengiliðir
-
Opna zimbra póstinn og velja stillingar, þar er smellt á “Flytja inn / Flytja út” í vinstri dálkinum. Í dálkinum “Flytja út” er valið “Tengiliðir” og smellt á “Flytja út” hnappinn þegar búið er að velja hvaða tengiliði á að flytja út.
- Farið í Gmail og veljið “Tengiliðir”
- Í vinstri dálk tengiliða í Gmail er valið “Flytja inn tengiliði”. Þá opnast gluggi þar sem hægt er að ná í vistuðu skrána með tengiliðum úr zimbra. Að lokum er smellt á “Flytja inn” hnappinn.
Dagatal
- Opna zimbra póstinn og velja stillingar, þar er smellt á “Flytja inn / Flytja út” í vinstri dálkinum. Í dálkinum “Flytja út” er valið “Dagatal” og smellt á “Flytja út” hnappinn.
- Í Google Calendar (calendar.google.com) er valið tannhjólið vinstra megin á síðunni og smellt á "Settings".
- Í Calendar Settings er valið "Calendar" og þar er smellt á "Import calendar".
- Þá opnast gluggi og valið "Choose file" til að ná í dagatal skrána úr Zimbra. Einnig er hægt velja í hvaða Gmail dagatal Zimbra skráin á að vistast.
ATH: Dagatal deilt með öðrum:
1. Smellt á tannhjólið og valið settings.
2. Í valmöguleika fyrir calendar settings er valið "calendars"
3. Það þarf að taka hakið af fyrir "Share this calendar with others". Ef það er vilji að deila dagatali með öðrum, þá má setja inn ákveðið netfang fyrir neðan "Share with specific people".
Hafið samband við verkefnastjóra gagnasmiðju (hjalp@vma.is) ef þið lendið í vandræðum.