Fara í efni

Þráðlausir skjávarpar

Til að tengjast skjávarpa þarf forrit sem styður annað hvort Chromecast eða Airplay. Hér verður farið yfir hvernig tengst er með Google Chrome vafra fyrir vefsíður eða fyrir fulla skjámynd.

  1. Veljið þráðlaust net sem ber heitið úr ykkar stofu eða svæði. Sömu þráðlausu stillingar gilda eins og fyrir vma netið:
    https://www.vma.is/is/thjonusta/tolvunotkun-i-vma/wifi-stillingar   
    Vír tengd vél er nú þegar með sama netsamband og Mibox, þar af leiðandi er hægt að fara eftir sömu leiðbeiningum hér fyrir neðan.
  2. Veljið Cast... úr valmynd í efra hægra horni á vafra.



  3. Veljið skjávarpa í ykkar stofu.

     

  4. Núna er komin mynd á skjávarpan af sömu vefsíðu og er í tölvunni.
  5. Til að hætta veljið "Stop casting"



  6. Ef vilji er til að sýna allan skjáinn en ekki bara þá vefsíðu sem er verið að skoða má velja Sources -> Cast desktop. Þetta ætti að virka eins á flestum gerðum borð og fartölva. Hvort sem það er Linux, Mac eða Windows kerfi.



  7. Þá þarf að velja hvaða skjá á að deila með áhorfendum (jafnvel þó það sé bara 1 sjár í boði)



  8. Það er núna komin mynd á skjávarpan af hverju því sem þú villt sýna, hvort sem það er Adobe, AutoCAD eða eitthvað annað í tölvunni hjá þér.
  9. Einstök forrit og vefsíður eru líka með sérstakan chromecast takka til að auðvelda deilingu. Sjá YouTube.



  10. Skjávarparnir eru líka með smáforritið AirScreen sem leyfir Mac tölvum að senda skjámynd. En oft virkar Google Chrome leiðin betur í Mac vélum og er því mælt með að nota þá leið frekar.
  11. Ef eitthvað virkar ekki, prófið þá að endurræsa. Annars að senda póst á hjalp@vma.is.
Getum við bætt efni síðunnar?