Til að tengjast skjávarpa þarf forrit sem styður annað hvort Chromecast eða Airplay. Hér verður farið yfir hvernig tengst er með Google Chrome vafra fyrir vefsíður eða fyrir fulla skjámynd.
- Veljið þráðlaust net sem ber heitið úr ykkar stofu eða svæði. Sömu þráðlausu stillingar gilda eins og fyrir vma netið:
https://www.vma.is/is/thjonusta/tolvunotkun-i-vma/wifi-stillingar
Vír tengd vél er nú þegar með sama netsamband og Mibox, þar af leiðandi er hægt að fara eftir sömu leiðbeiningum hér fyrir neðan. - Veljið Cast... úr valmynd í efra hægra horni á vafra.
- Veljið skjávarpa í ykkar stofu.
- Núna er komin mynd á skjávarpan af sömu vefsíðu og er í tölvunni.
- Til að hætta veljið "Stop casting"
- Ef vilji er til að sýna allan skjáinn en ekki bara þá vefsíðu sem er verið að skoða má velja Sources -> Cast desktop. Þetta ætti að virka eins á flestum gerðum borð og fartölva. Hvort sem það er Linux, Mac eða Windows kerfi.
- Þá þarf að velja hvaða skjá á að deila með áhorfendum (jafnvel þó það sé bara 1 sjár í boði)
- Það er núna komin mynd á skjávarpan af hverju því sem þú villt sýna, hvort sem það er Adobe, AutoCAD eða eitthvað annað í tölvunni hjá þér.
- Einstök forrit og vefsíður eru líka með sérstakan chromecast takka til að auðvelda deilingu. Sjá YouTube.
- Skjávarparnir eru líka með smáforritið AirScreen sem leyfir Mac tölvum að senda skjámynd. En oft virkar Google Chrome leiðin betur í Mac vélum og er því mælt með að nota þá leið frekar.
- Ef eitthvað virkar ekki, prófið þá að endurræsa. Annars að senda póst á hjalp@vma.is.