Fara í efni  

Tengjast eduroam með Android síma eða spjaldi

Öruggast er að sækja fyrst rótar skilríki frá VMA til að verja þig gegn lykilorða stuldi.

Flest Android tæki skilja .crt skrár og opna þær beint í Certificate Installer, ef það virkar ekki má prófa .pem eða .cer skrár. Ef ekkert af þessu gengur í þínu tæki þarf að sækja skiltíið í skrá. Opna Certificate installer og hlaða skilríkja skránni inn.

  1. Tengjast á netið heima eða gegnum 4G eða aðrar leiðir.
  2. Opna vef VMA og sækja rótrar (CA) skilríki VMA sem .crt.cer eða .pem skrá (gildir til 4.júl 2039)
  3. Setja skilríkið inn í Android stýrikerfi. Ef Certificate Installer opnast sjálfkrafa má hoppa strax i næsta skref. Annars þarf að opna Settings -> Security -> Encryption & credentials -> Install from storage -> velja skránna sem sótt var.
  4. Gefa rótar skilríki / vottorði nafn. Við notum "VMA eduroam". Velja notkun skilríkja, WiFi. Til að geta notað VMA rótarskírteinið þá þarf að læsa símanum með pin-númeri eða mynstri. Þið getið sleppt rótarskírteininu ef þið viljið ekki læsa símanum en við mælum alls ekki með því að þið sleppið því.
  5. Virkja wifi á tækinu, leita að eduroam og tengjast.
  6.  Setjið inn eftirfarandi stillingar:

    • Öryggi: 802.1xEAP (Þarf ekki alltaf)
    • EAP-aðferð/type: PEAP
    • 2 stigs sannprófun / Phase 2: MSCHAPV2
    • CA-vottorð/ CA certificate: "VMA eduroam" (eða það nafn sem þú valdir í skrefi 4)
    • Auðkenni / Identity: Setjið hér inn VMA netfangið ykkar (með @vma.is)
    • Nafnleysi / Anonymous identity: autt
    • Aðgangsorð / Password:  Setjið inn lykilorðið ykkar.

    Þegar þið hafið lokið við að setja inn allar stillingar ýtið þið á "Tengjast"  eða "Join"

Upplýsingar um notendanöfn og lykilorð.

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.