Öruggast er að sækja fyrst rótar skilríki frá VMA til að verja þig gegn lykilorða stuldi.
Flest Android tæki skilja .crt skrár og opna þær beint í Certificate Installer, ef það virkar ekki má prófa .pem eða .cer skrár. Ef ekkert af þessu gengur í þínu tæki þarf að sækja skiltíið í skrá. Opna Certificate installer og hlaða skilríkja skránni inn.
- Tengjast á netið heima eða gegnum 4G eða aðrar leiðir.
- Opna vef VMA og sækja rótrar (CA) skilríki VMA sem .crt, .cer eða .pem skrá (gildir til 4.júl 2039)
- Setja skilríkið inn í Android stýrikerfi. Ef Certificate Installer opnast sjálfkrafa má hoppa strax i næsta skref. Annars þarf að opna Settings -> Security -> Encryption & credentials -> Install from storage -> velja skránna sem sótt var.
- Gefa rótar skilríki / vottorði nafn. Við notum "VMA eduroam". Velja notkun skilríkja, WiFi. Til að geta notað VMA rótarskírteinið þá þarf að læsa símanum með pin-númeri eða mynstri. Þið getið sleppt rótarskírteininu ef þið viljið ekki læsa símanum en við mælum alls ekki með því að þið sleppið því.
- Virkja wifi á tækinu, leita að eduroam og tengjast.
-
Setjið inn eftirfarandi stillingar:
- Öryggi: 802.1xEAP (Þarf ekki alltaf)
- EAP-aðferð/type: PEAP
- 2 stigs sannprófun / Phase 2: MSCHAPV2
- CA-vottorð/ CA certificate: "VMA eduroam" (eða það nafn sem þú valdir í skrefi 4)
- Auðkenni / Identity: Setjið hér inn VMA netfangið ykkar (með @vma.is)
- Nafnleysi / Anonymous identity: autt
- Aðgangsorð / Password: Setjið inn lykilorðið ykkar.
Þegar þið hafið lokið við að setja inn allar stillingar ýtið þið á "Tengjast" eða "Join"