Skipurit VMA (smellið á myndina til að sjá hana stærri)
Heilar línur lýsa boðvaldi eða fyrirmælalínu í hefðbundnum skilningi þess orð en brotin lína lýsir því boðvaldi eða verkstjórarvaldi sem kennarar hafa yfir nemendum í kennslu þar sem kennarar fara með stjórn og ráða fyrirkomulagi kennslustunda í samræmi við námskrá.
Stjórnskipulag VMA (smellið á myndina til að sjá hana stærri)
Kennsla er kjarnastarfsemi skólans og byggir á hlutverki framhaldsskóla samkvæmt lögum um framhaldsskóla. Kennarar og umsjónarkennarar kenna nemendum. Fag- og brautarstjórar bera ábyrgð á faglegu starfi í sínum faggreinum eða braut eftir atvikum, þeir stýra fag- og brautafundum ásamt því m.a. að yfirfara námsáætlanir og námsmatsþætti.
Bláa liturinn lýsir hvernig stoðþjónusta fléttast inn í skólastarfið svo sem námsráðgjöf, gæðastjórnun og erlend samskipti. Rauði liturinn lýsir hvernig fjármál og rekstur á húsnæði fléttast inn í skólastarfið. Heilar línur lýsa faglega boðvaldi en brotalínur lýsa ráðgefandi hlutverki sviðsstjóra hjá umsjónarkennurum, fag- og brautarstjórum.
Starfslýsingar má sjá í gæðahandbók.
Uppfært 9. janúar 2019 (RMH)