Fara í efni  

Stuðningur við nýnema af erlendum uppruna

Vorið 2013 sótti Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA) um styrk til að þróa nám og móttökuáætlun fyrir nemendur af erlendum uppruna. Markmiðið var að hanna og tilraunakenna námskeið fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku með því að endurskoða og breyta svokölluðum ÍSAN-áföngum (íslenska sem annað tungumál) í samræmi við þarfir nemenda og breyttar áherslur í námsskrá. Gera móttökuáætlun og formgera samstarf milli grunn- og framhaldsskóla er varðar móttöku nema þegar þeir flytjast á milli skólastiga. Jafnframt að kynna atvinnulíf, skóla- og nærumhverfi fyrir nemendum með annað móðurmál en íslensku.

Í VMA er unnið út frá sérstakri móttökuáætlun þegar nemendur af erlendum uppruna byrja í skólanum. Nemendur í ÍSA vorið 2015.

Upplýsingar til foreldra og nemenda af erlendum uppruna er hægt að nálgast hjá Svövu Hrönn námsráðgjafa (svava@vma.is

  • Nemendur af erlendum uppruna sem stunda nám í grunnskóla á Íslandi sækja um skólavist líkt og aðrir grunnskólanemendur gegnum www.menntagatt.is og hefur grunnskólinn umsjón með því. Nemandi fær boð frá námsráðgjafa VMA um að koma í heimsókn í upphafi forinnritunar í skólann. Þar fær hann upplýsingar um skólann og námsframboð, einnig fær hann afhentan upplýsingabækling fyrir nýnema af erlendum uppruna (sjá tengla neðst á síðunni). Túlkur er fenginn til að túlka ef þurfa þykir.
  • Móttökuviðtal fer fram eftir að innritun er lokið. Námsráðgjafi boðar til viðtalsins. Þar er farið yfir gögn frá grunnskóla og upplýsingar um bakgrunn nemanda. Helstu starfsþættir, reglur, kennsluhættir og áfangakerfi skólans er kynnt. Auk þess sagt frá stoðþjónustu skólans þ.e. þjónustu náms- og starfsráðgjafa, stoðkennslu, túlkaþjónustu, foreldraviðtölum og félagslífi. Umsjónarkennari kynntur ef því verður við komið. 
  • Viðtal á miðri önn með foreldrum: Námsráðgjafi boðar foreldra í viðtal ásamt nemanda og umsjónarkennara/sviðsstjóra. Í viðtalinu er gengi nemandans og líðan hans í skólanum rædd sem og það sem er óljóst eða betur má fara. INNA skoðuð, námsval fyrir næstu önn og annað sem ástæða þykir að ræða.

  • Nemendur eru í sérstakri lífsleikniumsjón, eins og aðrir nýnemar, en auk þess eru þeir undir sérstakri handleiðslu námsráðgjafa.

  • Nemendur eru skráðir í ÍSAN-áfanga (íslenska sem annað tungumál) þar sem farið er í gegnum þætti er varða tök á íslenskri tungu og það samfélag sem þeir búa í (nokkurs konar lífsleikni fyrir nemendur af erlendum uppruna).  Skoðuð er staða hvers og eins og metið hvert framhaldið verður með hliðsjón af því.

  • Nemendur fá leiðsögn um skólann hjá umsjónarkennurum sínum (í lífsleiknitímum).

  • Þeir einstaklingar sem ekki hafa verið í grunnskóla á Íslandi hafa samband við stjórnendur skólans eða námsráðgjafa og sækja um skólavist.  

  • Hafa ber í huga að nemendur eru misgóðir í íslensku og því þarf að miða kennslu og mat við það (í þeim greinum sem því verður við komið).

Upplýsingabæklingur fyrir nýnema á ensku

Upplýsingabæklingur fyrir nýnema á pólsku

Upplýsingabæklingur fyrir nýnema á tælensku 

 

 

 Uppfært 06.04.2016 (AMJ/SHM)
Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.