Fara í efni  

Verkmenntaskólinn á Akureyri

 Nýr kynningarbćklingur VMA 

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Starfsemi Verkmenntaskólans einkennist af námsframbođi fyrir alla nemendur, međ áherslu á fjölbreytt nám, bćđi í iđn- og tćkninám ásamt hefđbundnu bóknámi. Skólinn er áfangaskóli međ skipulagi sem gerir nemendum kleift ađ sníđa námiđ ađ ađstćđum sínum og ţörfum. Nemendur geta lokiđ stúdentsprófi á ţremur eđa ţremur og hálfu ári í stađ fjögurra en jafnframt geta nemendur tekiđ lengri tíma til ađ klára námiđ sitt – allt eftir ţví hvađ hentar hverjum og einum. Ţá geta nemendur útskrifast af fleiri en einni braut.
Námsvaliđ sem nemendum stendur til bođa er afar fjölbreytt; almennt nám, matvćlanám, sjúkraliđabraut, íţróttasviđ, vélstjórnarnám, starfsbraut, hársnyrtinám, byggingagreinar, rafiđngreinar, bifvélavirkjun og málmiđngreinar. Jafnframt geta nemendur lokiđ stúdentsprófi af félagsfrćđabraut, náttúrufrćđabraut, listnámsbraut og viđskipta- og hagfrćđibraut en einnig geta nemendur  lokiđ stúdentsprófi međ eđa ađ loknu öllu starfs-, iđn- og tćkninámi viđ skólann.


Viđ skólann er öflugt nemendafélag sem heldur utan um félagslíf nemenda. Haldin er vegleg árshátíđ á hverju ári, söngkeppni og nýnemahátíđ. Ţá eru starfandi ýmsir klúbbar innan nemendafélagsins s.s. ljósmyndaklúbbur, leikfélag, hestaklúbbur, tölvuklúbbur, kvikmyndaklúbbur og margt fleira.
Skólinn hefur um árabil tekiđ ţátt í ýmsum erlendum samstarfsverkefnum ţar sem nemendur fá tćkifćri til ađ taka hluta af starfsnámi sínu erlendis. Einnig hefur skólinn tekiđ ţátt í ýmsum samstarfsverkefnum ţar sem nemendur og kennarar hafa fariđ erlendis. Ţá hefur skólinn tekiđ á móti nemendum og kennurum frá öđrum löndum.
Nemendur VMA koma alls stađar af landinu og geta nemendur utan Akureyrar sótt um á sameiginlegri heimavist VMA og MA. Ţar búa um 330 nemendur beggja skólanna í sátt og samlyndi vetrarlangt og stutt er fyrir ţá í skólann.

Verkmenntaskólinn á Akureyri tók til starfa áriđ 1984 í nýju húsnćđi skólans viđ Hringteig á Eyrarlandsholti. Fyrsta skólaáriđ voru nemendur 780 en tćpum 30 árum síđar eru ţeir rúmlega  1300. Ađ auki stunda 400-500 nemendur nám í fjarnámsdeild skólans á hverju skólaári. Viđ skólann starfa hátt í 200 starfsmenn.


Fyrsti skólameistari Verkmenntaskólans var Bernharđ Haraldsson en núverandi skólameistari er Sigríđur Huld Jónsdóttir

 

 
Verkmenntaskólinn á Akureyri  

Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00