Fara í efni  

Námsmatsdagur fyrir hádegi og lokanámsmatsdagur eftir hádegi

Á námsmatsdegi fellur að öllu jafna niður kennsla samkvæmt stundaskrá. Kennarar geta boðað nemendur í kennslustundir samkvæmt stundatöflu og er það á ábyrgð viðkomandi kennara að láta nemendur í áfanga vita ef það verður kennsla. Eins geta kennarar kallað nemendur til sín ef þeir vilja hitta nemendur t.d. þá sem hafa misst af námsmatsþáttum. Ef kennarar boða nemendur til sín eiga nemendur að sinna því boði hvort sem það er í kennslustund, í viðtal eða til að ljúka námsmatsþætti. Sumar deildir hafa opnar vinnustofur þennan dag sem nemendur geta nýtt til að vinna upp verkefni.

Námsmatsdagurinn er til að koma til móts við aukið vægi leiðsagnamats í námi og námsmati, sem hefur breytt verkefnaálagi tengt námsmati meira yfir alla önninna í stað þess að vera einungis í lok annar.

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00, nema föstudaga frá kl 08:00-13:00.