Fara í efni  

Íslandsmót iðngreina

Verkiðn mun halda „Mín framtíð 2023‟: Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu dagana 16. - 18. mars 2023 í Laugardalshöll í samvinnu við Mennta- og barnaráðuneyti, sveitarfélög og fagfélög iðn- og verkgreina. Mín framtíð er mikilvægur viðburður fyrir nemendur sem eru að ljúka grunnskólanámi til þess að þeir átti sig vel á þeim möguleikum sem standa þeim til boða í námi á framhaldsskólastigi. Áhugi og metnaður keppenda veitir innblástur og kveikir forvitni um iðn- og verknám.

VMA tekur þátt í Mín framtíð 2023 og Íslandsmóti iðngreina. Kennsla er samkvæmt stundaskrá þessa daga. 

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.