Fara í efni  

Skólareglur

Tímabundin viðbót við skólareglur

Skólameistari hefur bætt við tímabundinni viðbót við skólareglur VMA sem gildir meðan á sérstökum sóttvarnarráðstöfunum stendur í skólanum vegna COVID-19 faraldursins: Skólameistara er heimilt að meina nemanda aðgang að skólahúsnæðinu hafi viðkomandi ekki farið að tilmælum og reglum um umgengni innan skólans, ekki virt fjarlægðarmörk eða brotið reglur um sóttvarnir á annan hátt í skólanum.

Að öðru leiti gilda skólareglur sem fyrr. - VMA, 25. ágúst 2020, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari.

  • Nemendum ber að ganga vel um húsnæði skólans og lóð.

  • Neysla matar og drykkjar í kennslustofum er óheimil nema í samráði við kennara. Þó er vatn á brúsum undanskilið þar sem aðstæður leyfa.

  • Nemendum ber að fara vel með þá muni sem þeir fá að láni í tengslum við kennslu eða aðra starfsemi í skólanum. Lán á eignum skólans þarf að vera með samþykki kennara eða annarra starfsmanna þegar það á við. Öllum hlutum ber að skila í sama ástandi og þeir voru innan tiltekins tíma. Spjöll sem nemendur kunna að vinna á húsnæði skólans eða eigum hans skulu þeir bæta að fullu.

  • Reykingar og öll notkun tóbaks, þ.m.t. nef- og munntóbaks auk rafsígaretta og nikótínpúða, er óheimil í húsnæði og á lóð skólans sem og notkun áfengis og annarra vímugjafa. Sömu reglur gilda um ferðalög og aðra viðburði í nafni skólans. Sjá nánar Lög um tóbaksvarnir

  • Nemendur bera sjálfir ábyrgð á verðmætum sínum.

  • Hvers konar bæklinga-, net- og blaðaútgáfa á vegum nemenda þarf að fara fram í samráði við viðburðarstjóra og/eða skólameistara og lúta lögum um útgáfu og auglýsingar. Það sama gildir um auglýsingar sem hengdar eru upp í skólanum.

  • Truflun í kennslustundum af hvaða tagi sem er (t.d. samtöl, síma- og tölvunotkun án heimildar kennara) er ekki liðin og kennara er heimilt að vísa nemendum úr tíma valdi þeir ítrekuðu ónæði.

  • Á heimavist skólans gilda reglur sem heimavist setur. Sjá nánar á www.heimavist.is


Meðferð og úrlausn mála, viðurlög

Nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum skólans ber að tilkynna ítrekuð og/eða alvarleg brot á skólareglum til skólameistara eða aðstoðarskólameistara, sem ákveða frekari viðurlög.

Ítrekuð brot og þau sem talist geta alvarleg, hvort sem er í tengslum við umgengni, meðferð á eigum skólans eða agabrot, geta varðað brottvikningu. Slík mál fara fyrir skólaráð áður en endanleg ákvörðun um viðurlög er tekin.

Brot á almennum hegningarlögum verða kærð til lögreglu.

Sjá nánar í reglugerð nr. 326/2016 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í framhaldsskólum.  

Uppfært 25. ágúst 2020 (SHJ).
Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00, nema föstudaga frá kl 08:00-13:00.