Nemendur Verkmenntaskólans á Akureyri fá aðgang að tölvukerfi skólans og upplýsingakerfinu Innu við innritun í skólann þar sem upplýsingar um námsferla, stundatöflur, mætingar, umsóknir og bókalista er að finna og nemandi getur nálgast þær þar.
Skólanum ber að varðaveita persónuupplýsingar í samræmi við ákvæði barnaverndarlaga, persónuverndarlaga og reglum varðandi meðferð persónuupplýsinga.
Starfsfólk skólans er bundið trúnaði og óheimilt er að veita persónulegar upplýsingar um lögráða nemendur án samþykkis þeirra eða forsjárforeldra ef um er að ræða nemendur yngri en 18 ára.
Um rétt forsjárlauss foreldris til aðgangs að upplýsingum um barn sitt upp að 18 ára aldri fer samkvæmt ákvæðum barnalaga nr. 76/2003.
Þegar nemandi hefur náð lögræðisaldri er einungis heimilt að veita honum sjálfum, eða þeim sem nemandinn veitir skriflegt umboð, upplýsingar um mál er varða hann persónulega.
Skólanum er heimilt að veita öðrum skólum upplýsingar um einstaka nemendur vegna flutnings þeirra milli skóla eða vegna þess að þeir stunda nám við fleiri en einn skóla. Einnig er heimilt að veita fræðsluyfirvöldum slíkar upplýsingar í skýrt afmörkuðum tilgangi. Ef að um er að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar þá mega þær ekki vera afhentar nema með upplýstu samþykki forsjárforeldra eða lögráða nemanda.
Persónuupplýsingar skulu afhentar á öruggan hátt þannig að fyllsta trúnaðar sé gætt. Um rétt forsjárlauss foreldris til aðgangs að upplýsingum um barn sitt upp að 18 ára aldri fer samkvæmt ákvæðum barnalaga nr. 76/2003.
16. september 2016.