Fara í efni

Vorönn í skugga Covid

Nemendur á matvælabraut á fyrsta degi vorannar.
Nemendur á matvælabraut á fyrsta degi vorannar.

Kennsla hófst í gær á vorönn 2021 og lætur nærri að um eitt þúsund nemendur séu skráðir til náms við upphaf vorannar. Sem fyrr markast skólastarfið af gildandi sóttvarnareglum. 

Eins og fram kom í pistli sem skólameistari skrifaði hér á heimasíðuna fyrir helgina verður sá háttur hafður á, a.m.k. þessa viku, að allir bóklegir áfangar verða kenndir rafrænt - eins og var seinni hluta haustannar 2020. Verknámsáfangar eru kenndir í staðnámi og sömuleiðis sækja nemendur á starfsbraut og sérnámsbraut nám í skólann. Þetta fyrirkomulag verður vonandi bara þessa fyrstu kennsluviku og fleiri áfangar kenndir í staðnámi eftir 18. janúar.

Í þessu skipulagi má áætla að sem næst helmingur nemenda skólans sæki einhverjar kennslustundir í staðnámi. Hvort og þá hvenær unnt verður að auka staðnám ræðst af gangi Covid 19 faraldursins og sóttvarnareglna Almannavarna