Fara í efni

Vorhlaup VMA 27. apríl - skráning í fullum gangi

Nú er um að gera að reima á sig hlaupaskóna!
Nú er um að gera að reima á sig hlaupaskóna!

Vorhlaup VMA 2023 verður haldið fimmtudaginn 27. apríl og hefst það kl. 17:30. Ræst verður við austurinngang skólans – við Þórslíkneskið.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Grunnskólaflokkur – 5 km
Framhaldsskólaflokkur – 5 og 10 km
Opinn flokkur 5 og 10 km

Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum flokki auk fjölda útdráttarvinninga.

Þátttökugjöld eru:

Grunn- og framhaldsskólaflokkur kr. 500.
Opinn flokkur kr. 2000.

Skráning í hlaupið er á netskraning.is og verður opið þar fyrir skráningar til kl. 17 á keppnisdegi. Mælst er til þess að þátttakendur skrái sig í gegnum netið, þeir sem það gera hafa möguleika á útdráttarvinningum.

Auk netskráningar verður tekið við skráningum á keppnisdegi kl. 14:00-17:00 við austurinngang VMA.

Verðlaunaafhending verður í Gryfjunni í VMA að loknu hlaupi (gengið inn að austan) kl. 18:30 og þar verður í boði hressing. 

Allir keppendur frá frítt í sund í Sundlaug Akureyrar að hlaupi loknu gegn framvísun hlaupanúmers.

Nánari upplýsingar má finna á facebooksíðu hlaupsins.

Vorhlaup VMA markar upphafið á hlaupasumrinu á Akureyri og því full ástæða til þess að hvetja alla sem vettlingi geta valdið til þess að taka þátt. Hlaupið hafði smám saman verið að festa sig í sessi fyrir heimsfaraldurinn. Síðast var hlaupið 2019 og var það fimmta vorhlaupið. Búið var að skipuleggja hlaup 2020 en eins og svo margt annað í samfélaginu þurfti að blása það af. En nú hefur sólin hækkað á nýjan leik og engar samkomutakmarkanir lengur. Það er því um að gera að skrá sig og mæta í hlaupaskónum í startið kl. 17:30 fimmtudaginn 27. apríl.