Fara í efni

Vel heppnað Vorhlaup VMA

Á annað hundrað hlauparar hlupu í Vorhlaupi VMA.
Á annað hundrað hlauparar hlupu í Vorhlaupi VMA.
Á annað hundrað hlauparar tóku þátt í Vorhlaupi VMA í gær. Aðstæður voru prýðilegar, hægur sunnan andvari og hiti um fjögur stig. Ræst var í hlaupið kl. 17:30 og voru tvær vegalengdir í boði, 5 og 10 km. Tíu kílómetra hlaupararnir hlupu tvo hringi.
 
Vorhlaupið hefur unnið sér fastan sess og er stærri og stærri viðburður frá ári til árs. Auk verðlauna fyrir efstu þrjú sætin í hverjum flokki var fjöldi útdráttarverðlauna. 
 
Að hlaupi loknu bauð matvælabraut upp á rjúkandi heita kjötsúpu. Og einnig stóð hlaupurum til boða að bregða sér í sund. 
 
Hér má sjá tíma hlauparanna í hlaupinu í gær og hér eru myndir frá hlaupinu.
Og hér er miklu meira af myndum sem Hilmar Friðjónsson tók.