Fara í efni  

VMA vill bjóđa upp á 2. bekk matreiđslunáms á vorönn 2018 - opiđ fyrir umsóknir

VMA vill bjóđa upp á 2. bekk matreiđslunáms á vorönn 2018 - opiđ fyrir umsóknir
Verklegt próf matreiđslunema í VMA í desember 2016

Á nćstu önn – vorönn 2018 – stefnir VMA ađ ţví ađ bjóđa upp á 2. bekk í matreiđslu, ef nćgilega margir nemendur skrá sig í námiđ. Opiđ er fyrir umsóknir núna í nóvember á vefsvćđinu menntagátt.is og ţarf umsókn ađ fylgja skannađ afrit af stađfestum námssamningi frá Iđunni frćđslusetri.

Fyrir ári síđan, á haustönn 2016, var í fyrsta skipti kenndur 2. bekkur í matreiđslu á matvćlabraut VMA. Ţetta voru mikil og merk tímamót fyrir fullmenntun matreiđslumanna á Norđurlandi ţví fram ađ ţví gátu nemendur ađeins lokiđ grunnnámi sínu í VMA og ţurftu ađ fara suđur yfir heiđar og taka 2. og 3. bekk námsins ţar. Nú er sem sagt komiđ ađ ţví í annađ skipti ađ bjóđa upp á ţetta nám og er ţess vćnst ađ í framhaldinu verđi mögulegt ađ bjóđa einnig upp á 3. bekk námsins, sem er undanfari ţess ađ nemendur geti gengist undir sveinspróf í matreiđsluiđn.

Ekki ţarf ađ hafa um ţađ mörg orđ hversu mikilvćgt ţađ er ađ geta fullmenntađ matreiđslumenn í VMA. Eins og annars stađar á landinu er veitingageirinn í sókn á Norđurlandi, sem helst í hendur viđ vaxandi straum erlendra ferđamanna inn á svćđiđ. Aukin spurn er ţví eftir fagmenntuđu fólki í matreiđslu og einnig framreiđslu.

Til ţess ađ unnt verđi ađ fara af stađ međ 2. bekk í matreiđslu í janúar nk. ţarf 10-12 nemendur og vćntir Marína Sigurgeirsdóttir, kennari og brautarstjóri matvćlabrautar VMA, ţess ađ fyrirtćki í hótel- og veitingageiranum á Norđurlandi geri starfsmönnum sínum kleift sem vilji nýta sér ţetta tćkifćri til ađ afla sér frekari ţekkingar í átt ađ fullgildum fagréttindum. Marína er vongóđ um ađ unnt verđi ađ bjóđa upp á ţetta nám á vorönn og segir ađ ţar fari saman hagsmunir atvinnugreinarinnar á svćđinu og skólans. En til ţess ađ af ţessu námi geti orđiđ ţurfa nemendur ađ grípa gćsina og sćkja um námiđ í ţessum mánuđi.

Eins og ađ framan greinir var í fyrsta skipti bođiđ upp á slíkt nám í VMA á haustönn 2016. Hér má sjá myndir sem voru teknar ţegar nemendur gengust undir verklegt próf í matreiđslu 8. desember 2016.  


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00