Fara í efni  

Matreiddu dýrindis ţriggja rétta máltíđ í verklegu prófi

Matreiddu dýrindis ţriggja rétta máltíđ í verklegu prófi
Atgangur í eldhúsinu í verklega prófinu.

Í gćr ţreyttu sjö nemendur í áfanganum MAT107E í VMA verklegt lokapróf. Í fyrsta skipti sem slíkt próf er lagt fyrir nemendur á Akureyri, enda er ţetta fyrsti hópur nemenda í VMA sem er í námi til fullgildra matreiđsluréttinda og jafnframt er ţetta í fyrsta skipti sem námiđ er í bođi utan suđvesturhornsins.
Prófiđ hófst klukkan 10 í gćrmorgun í eldhúsi VMA og voru nemendur ađ allan daginn. Ţađ kom síđan í hlut prófdómaranna Haraldar Más Péturssonar og Ara Hallgrímssonar ađ bragđa á hinum dýrindis réttum sem nemendur elduđu í prófinu.
Nemendur vissu ţegar ţeir komu í prófiđ hvert yrđi meginstefiđ í ţví, ţeir ćttu ađ glíma viđ lax í forrétt, fylltan lambahrygg í ađalrétt og súkkulađi soufflée og ís í eftirrétt. Síđan var ţađ alfariđ nemendanna ađ útfćra sína eigin matseđla.
Síđastliđinn mánudag, ţremur dögum fyrir próf, bar nemendum ađ skila til Valdemars Pálssonar kennara matseđlum og hráefnalista međ magntölum ţannig ađ allt hráefni vćri á stađnum ţegar ţeir síđan kćmu í prófiđ í gćrmorgun. Áđur en prófiđ hófst ţurftu nemendur ađ skila af sér hefti međ m.a. uppsettum matseđli međ nöfnum réttanna og matreiđsluađferđum, pöntunarlista, vinnulista í tímaröđ og uppskriftum af ţeim mat sem síđan endađi á diskunum.
Forrétti ţurftu nemendur ađ skila af sér um kl. 18, ađalrétti tuttugu mínútum síđar og eftirrétti tćpri klukkustund eftir ađ ţeir skiluđu af sér forréttinum. Forréttirnir voru eins og vera ber í allskonar útgáfum. Hér eru dćmi um ađalréttinn og hér má sjá fjölbreyttar útgáfur af eftirréttinum.
Nemendum var gert ađ elda hvern rétt fyrir fjóra; tvo gesti, einn diskur var fyrir myndatöku og sá fjórđi fyrir svokallađ blindsmakk dómara. Ţetta var stíf törn fyrir nemendur og ţurftu ţeir ađ standast tímamörk. Blindsmakk ţýđir međ öđrum orđum ađ dómarar höfđu ekki vitneskju um hvađa nemandi hafđi eldađ hvern rétt sem ţeir smökkuđu.
Og eftir hverju var síđan fariđ viđ einkunnagjöfina í prófinu? Blindsmakk á samsetningu og tónum í bragđi hafđi 60% vćgi einkunnar, umgengni og frágangur í eldhúsi á međan á prófi stóđ og eftir ţađ hafđi 15% vćgi, framsetning matar á diskum gilti 15% og vćgi vinnulista eđa vinnubókar var 10%.
Gaman var ađ sjá hversu fumlaust og ákveđiđ nemendur gengu til verks í eldhúsinu, enda eru ţeir allir bćrilega vel sjóađir í eldamennsku frá ţeim veitingastöđum ţar sem ţeir starfa. Ţađ var líka ánćgjulegt ađ fylgjast međ nemendum í grunndeild matvćla- og ferđaagreina sem ţjónuđu til borđs, en ţetta var liđur í verklegu prófi ţeirra í framreiđslu.
Ţeir gestir sem bođiđ var ađ borđa ţennan dýrindis mat kunnu vel ađ meta. Fjórtán matargestir voru mćttir, bćđi nokkrir starfsmenn VMA og einnig velunnarar deildarinnar á Akureyri sem hafa stutt dyggilega viđ bakiđ á matvćlanáminu í VMA. Kennarar viđ matvćlabraut vildu sýna ţeim ţakklćtisvott fyrir ómćldan stuđning og hlýhug međ ţví ađ bjóđa ţeim til ţessarar veislu.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00