Fara í efni

VMA í Menntaskýi

Menntaský gefur aðgang að Office365 fyrir nemendur
Menntaský gefur aðgang að Office365 fyrir nemendur

VMA er kominn inn í svokallað Menntaský sem er Office 365 aðgangur allra framhaldsskóla og háskóla á Íslandi. Við erum öll að læra á nýtt umhverfi þar sem skólinn hefur verið Google skóli í nokkur ár. Nemendur og starfsfólk verður því að vera þolinmótt á meðan við erum enn að læra á nýtt kerfi. 

Nemendur skólans eru komnir inn í Menntaskýið en það geta verið vandræði með aðganginn. Aðalástæða þess að nemendur komast ekki inn í kerfin sín (þráðlaust net, Moodle, tölvupóstur, Office 365) er sú að það þarf að skipta um lykilorð og það geta nemendur gert sjálfir með því að fara inn á Innskráning - Lyklakippan (menntasky.is), skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og fara eftir leiðbeiningum sem þar birtast. Ef það verða enn vandræði með innskráningu eftir að skipt er um lykilorð þá þarf að koma á skrifstofu skólans í A-álmu þar sem tæknifulltrúi skólans aðstoðar nemendur. 

Sama notendanafn (vma000000@vma.is en það er hægt er að sjá í Innu) og lykilorð er notað á öll kerfi skólans þ.e. 0ffice 365, þráðlaust net og Moodle. 

Nánari upplýsingar um Office 365 eru á netinu t.d. á heimasíðu VMA og heimasíðu Menntaskýs