Fara í efni

VMA fékk fyrirmyndarverðlaun Erasmus+

Við afhendingu fyrirmyndarverðlaunanna. Frá vinstri: Valgerður Húnbogadóttir, Egill Heiðar Hjörleifs…
Við afhendingu fyrirmyndarverðlaunanna. Frá vinstri: Valgerður Húnbogadóttir, Egill Heiðar Hjörleifsson, Ágúst Óli Ólason, Rúna Vigdís Guðmarsdóttir, forstöðukona landsskrifstofu Erasmus+, og Ágúst Hjörtur Ingþórsson forstjóri Rannís.

Á þrjátíu ára uppskeruhátíð Evrópusamvinnu, sem Rannís stóð fyrir og var fagnað í Kolaportinu í Reykjavík sl. miðvikudag fékk VMA fyrirmyndarverðlaun Erasmus+, styrkjaáætlunar Evrópusambandsins fyrir mennta-, íþrótta- og æskulýðsmál. Verðlaunin fékk skólinn fyrir þátttöku sína  vel heppnuðum verkefnum árið 2022, þar á meðal Elecoteam, Evrópuverkefni sem nemendur í rafvirkjun í VMA tóku þátt í með kennurum sínum.

Viðurkenningunni veittu viðtöku Valgerður Húnbogadóttir, sem heldur utan um erlend samstarfsverkefni í VMA, og Egill Heiðar Hjörleifsson og Ágúst Óli Ólason, útskrifaðir rafvirkjar frá VMA.

Á þessari uppskeruhátíð í Kolaportinu kynntu 32 skólar, stofnanir og félagasamtök ýmis Evrópuverkefni sem hefur verið unnið að á síðustu árum. Framangreindir þrír fulltrúar VMA sögðu frá samstarfsverkefnum sem VMA hefur tekið þátt í á liðnum árum.

Hér eru nokkrar myndir sem voru teknar við þetta tækifæri.