Fara í efni  

Bývefjurnar í úrslit í keppni ungra frumkvöđla

Bývefjurnar í úrslit í keppni ungra frumkvöđla
Bývefjur Býflugnafjölskyldunnar keppa til úrslita.

Nú liggur fyrir ađ hugmynd nemenda VMA í frumkvöđlafrćđi hjá Katrínu Harđardóttur hefur veriđ valin til ađ fara í úrslit í landskeppni ungra frumkvöđla, sem mun fara fram nk. mánudag.

Eins og sagt hefur veriđ frá hér á heimasíđunni gengur hugmynd nemendanna út á framleiđslu og markađssetningu á svokölluđum bývefjum undir nafninu Býflugnafjölskyldan. Bývefjurnar má nýta á margvíslegan hátt og er gert ráđ fyrir ađ ţćr komi í stađ plastfilma, t.d. til ţess ađ bregđa utan um ost í kćlinum o.s.frv. Hugmyndin hefur m.a. ađ markmiđi ađ draga úr notkun plasts og mun ekki af veita.

Fyrirtćkiđ Býflugnafjölskyldan er eitt tuttugu fyrirtćkja sem voru valin í úrslit af 120 fyrirtćkjum sem tóku ţátt í fyrirtćkjamessunni í Smáralind á dögunum. Úrslitin verđa í höfuđstöđvum Arion banka í Reykjavík nk. mánudag og ţar mćta ađ sjálfsögđu fulltrúar Býfugnafjölskyldunnar, enda ţurfa nemendur ađ kynna fyrirtćkiđ og svara fyrirspurnum dómara. Ađalverđlaun keppninnar felast í ţví ađ taka ţátt í Evrópukeppni frumkvöđla í sumar en einnig eru veitt ýmis önnur verđlaun, t.d. besta ársskýrslan, besta sjálfbćrnihugmyndin, besta markađssetning og söluhugmynd og besta nýsköpunin.

 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00