Fara í efni  

Vel heppnađ málţing í byggingadeild VMA

Vel heppnađ málţing í byggingadeild VMA
Frá málţinginu í byggingadeildinni í síđustu viku.

Í síđustu viku, nánar tiltekiđ 25. febrúar, efndi byggingadeild VMA til málţings í húsakynnum deildarinnar ţar sem voru nokkur frćđsluerindi og fulltrúar skólans og iđnmeistarar á Akureyri áttu samtal um ýmsa gagnlega hluti.

Til málţingsins var bođiđ iđnmeisturum úr hinum ýmsu greinum byggingariđnađarins og mćttu nokkrir meistarar í húsasmíđi, pípulögnum og múrverki. Afar gagnlegar umrćđur sköpuđust og voru menn á eitt sáttir um ađ slíkt samtal milli skóla og atvinnulífs vćri mjög gagnlegt og ţyrfti ađ vera reglulega.

Fram kom í máli kennara viđ byggingadeild ađ međ málţinginu vildi skólinn ekki síst fá fram viđhorf iđnmeistara sem vćru međ nemendur úr deildinni á námssamningi, hvađ ţeir teldu ađ leggja bćri meiri áherslu í náminu ţannig ađ nemendur vćru sem best búnir undir ađ koma út á vinnumarkađinn. Einnig var rćtt um ákveđna verkaskiptingu í náminu milli skóla og atvinnulífs, hvađa námsţćttir ţađ vćru sem skólinn ćtti auđveldara međ ađ sinna og hvađa námsţćttir einbođiđ vćri ađ atvinnulífiđ hefđi möguleika á ađ ţjálfa nemendur betur í.

Ţátttakendum var skipt í umrćđuhópa og var rćtt m.a. rćtt um ferilbók iđnnema og Baldvin B. Ringsted leiddi umrćđur um námskrár í verknámi. Lýsti hann hver stađan almennt vćri varđandi námskrár í verknáminu og vinnu Verkmenntaskólans í ţeim efnum.

Í öđrum hópi var rćtt um öryggis- og vinnuverndarmál, sem er ţáttur sem byggingariđnađurinn hefur unniđ mikiđ međ og lögđ er mikil áhersla á í kennslunni í byggingadeild VMA.

Jón Ţór Sigurđsson, sem veitir Fab Lab smiđjunni á Akureyri forstöđu, kynnti framţróun í notkun á ţrívíddargleraugum til ţess ađ skođa nýbyggingar í ţrívídd en ţróunin í ţessum efnum er mjög hröđ og getur veriđ húsbyggjendum mikilvćgt hjálpartćki í framtíđinni.

Einnig var Jóhann Barkarson, múrarameistari og byggingafrćđingur, međ kynningu á Ajour – rafrćnu verkefnastjórnunarkerfi sem hefur veriđ ađ ryđja sér til rúms. Jóhann sagđist fyrst hafa kynnst kerfinu í Danmörku og ţađ hafi síđan veriđ skrifađ á íslensku. Undanfarin fimm ár hefur Jóhann unniđ ađ gćđa- og verkefnastýringu. Áriđ 2017 opnuđu Jóhann og Magnús Jónsson útibú í Reykjavík frá danska fyrirtćkinu Ajour System A/S og ţađ ţjónustar nú íslenska markađinn.

Viđ ţetta tćkifćri veitti Helgi Valur Helgason, brautarstjóri byggingadeildar, viđtöku úr hendi Jóhanns Barkarsonar ađgang byggingadeildar ađ Ajour kerfinu til notkunar í kennslu í deildinni.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00