Fara í efni  

Úr Bárđardal til Valencia međ viđkomu í VMA

Úr Bárđardal til Valencia međ viđkomu í VMA
Tryggvi Snćr í keppnishöllinni í Valencia.

Áriđ hefur í meira lagi veriđ viđburđaríkt hjá Bárđdćlingnum Tryggva Snć Hlinasyni. Hann brautskráđist sem stúdent frá VMA sl. vor og um síđustu jól útskrifađist hann sem rafvirki. Á liđnu sumri var hann lykilmađur í U-20 landsliđi Íslands í körfuknattleik og ţar vakti framganga hans verulega athygli. Međal annars var hann í viđtali viđ ESPN. Einnig kom Tryggvi Snćr viđ sögu í A-landsliđi Íslands í Evrópumótinu í Finnlandi síđsumars.

Hann var vart lentur á Fróni eftir Evrópumótiđ ţegar nýr áskorun tók viđ; atvinnumennska í körfubolta hjá einu af sterkustu félagsliđum Evrópu, Valencia í samnefndri borg á Spáni.

Ţađ er sannarlega gaman ađ rifja upp viđtal sem birtist hér á heimasíđunni viđ Tryggva Snć fyrir um tveimur árum. Ţá hafđi hann vakiđ mikla athygli međ körfuknattleiksliđi Ţórs á Akureyri í bikarleik gegn Íslandsmeisturum KR. Tryggvi Snćr var ţá um haustiđ ađ taka fyrstu stóru skref sín í körfubolta og ţá ţegar var ljóst ađ ástćđa vćri til ađ fylgjast međ pilti í framtíđinni á körfuboltavellinum. Hann sagđist ţá stefna ađ ţví ađ spila međ A-landsliđinu sem heldur betur rćttist en hins vegar gengu ekki eftir ţau áform – a.m.k. ekki enn sem komiđ er – ađ fara í háskólanám til Bandaríkjanna og spila ţar körfubolta. Ţess í stađ er hann nú kominn til Valencia á Spáni í atvinnumennsku.

Tryggvi Snćr er afar sáttur viđ ađ vera kominn til Valencia, hann er ţess fullviss ađ félagiđ sé ţađ rétta til ţess ađ hann nái ađ halda áfram ađ bćta sig sem körfuboltamađur. Hann segir leikmannahóp Valencia afar sterkan og mikil samkeppni sé um stöđur í liđinu. Til ađ byrja međ spili hann međ B-liđi félagsins og nýti tímann vel til ţess ađ lćra og bćta sig. Tryggvi Snćr tók ţátt í ćfingaleik nýveriđ viđ liđ í annarri deild spćnska körfuboltans. „Ţađ var mjög gott ađ fá ađ taka ţátt í ţessum leik og sjá hvar mađur stendur. Ég veit vel ađ ég ţarf margt ađ bćta og í ţví mun ég vinna međ öllum ţeim snillingum sem vinna hér í félaginu. Umgjörđin hér er auđvitađ margföld á viđ ţađ sem ég hef áđur kynnst,“ segir rafvirkinn, stúdentinn og körfuboltamađurinn Tryggvi Snćr Hlinason.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00