Fara í efni

Upplýsingar víða að finna

Kennslustund í hársnyrtideild. Af FB-síðu hennar.
Kennslustund í hársnyrtideild. Af FB-síðu hennar.

Þó svo að heimasíða VMA sé langstærsta upplýsingaveita um hvað fram fer innan veggja skólans er ýmsar viðbótar upplýsingar að finna um félagslíf, kennslu og annað á bæði vefsíðum og ekki síður á fésbókinni.

Fyrir þá sem eru að leita sér að sem gleggstum upplýsingum um Verkmenntaskólann er heimasíða skólans gríðarlega umfangsmikil upplýsingaveita og leitast er við að uppfæra upplýsingarnar sem oftast þannig að þær standist tímans tönn.

Auk ítarlegra upplýsinga um námsleiðir og áfanga, sem nýtast best öllum þeim sem eru í námi eða hyggja á nám í skólanum, er fjölmargt fleira að finna á heimasíðunni. Einn þessara þráða er upplýsingaveita um þau fjölmörgu erlendu verkefni sem skólinn vinnur að og greint hefur verið frá hérna á heimasíðunni. Hér má sjá hverskonar verkefni eru í gangi og hver framgangur þeirra er.

En auk heimasíðu Verkmenntaskólans er vert að benda á að nemendafélagið Þórduna er með sína eigin vefsíðu sem má sjá hér og sömuleiðis er Þórduna með ágætlega virka FB-síðu.

Og nokkrar námsbrautir eru einnig með sínar eigin FB-síður. Í því sambandi má nefna að kennarar hársnyrtideildar eru duglegir að setja inn myndir úr kennslunni og frá ýmsum uppákomum.  Viðskipta- og hagfræðibraut er sömuleiðis með FB-síðu og það sama má segja um starfsbraut skólans.