Fara í efni

Ungskáld - skilafrestur til 16. nóvember

Skilafrestur er til 16. nóvember nk.
Skilafrestur er til 16. nóvember nk.

Áttunda árið í röð er nú efnt til ritlistakeppni ungskálda á Norðurlandi eystra. Verkefnið heitir einfaldlega Ungskáld og er til þess ætlað að efla ritlist og skapandi hugsun hjá ungu fólki á aldrinum 16-25 ára.

Ungskáld er verðugur vettvangur fyrir ungt fólk til þess að koma hugverkum sínum á framfæri. Um getur verið að ræða sögur af ýmsum toga, ljóð, prósa o.s.frv. Engar hömlur eru á efnistökum og lengd texta en það skilyrði er sett að textinn verði á íslensku og skal skila honum á annað hvort word- eða pdf-formi.

Þetta er frábært tækifæri fyrir ungt fólk sem hefur ánægju af því að skrifa íslenskan texta og því eru allir áhugasamir hvattir til þess að láta ekki þetta tækifæri fram hjá sér fara.

Til stóð að hafa ritlistasmiðju í tengslum við ritlistakeppnina en af því gat ekki orðið vegna Covid 19 faraldursins.

Í nefnd Ungskálda eru fulltrúar frá Akureyrarstofu, VMA, MA, Ungmennahúsinu í Rósenborg og Amtsbókasafninu

Skilafrestur í ritlistakeppnina er til miðnættis 16. nóvember 2020 og skal senda hugverkin á netfangið ungskald@akureyri.is. Dómnefnd tilkynnir síðan úrslit 3. desember nk. á Amtsbókasafninu á Akureyri. Vegleg peningaverðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin.