Fara í efni  

Tónleikar í Gryfjunni voru lokaverkefni Sćrúnar Elmu

Tónleikar í Gryfjunni voru lokaverkefni Sćrúnar Elmu
Sćrún Elma og Sjö, níu, ţrettán í Gryfjunni.

Sćrún Elma Jakobsdóttir hefur undanfarin ár stundađ nám á listnáms- og hönnunarbraut VMA og hún setti lokapunktinn yfir i-iđ í náminu í gćrkvöld ţegar hún efndi til tónleika í Gryfjunni í VMA međ félögum sínum í hljómsveitinni Sjö, níu, ţrettán. Tónleikarnir voru lokaverkefni Sćrúnar Elmu í náminu á vorönn, síđustu önninni á listnáms- og hönnunarbraut til stúdentsprófs.

Ţađ kom ekki á óvart ađ Sćrún Elma skyldi velja tónlistarsköpun í lokaverkefni sínu enda hefur hún sungiđ lengi og sannarlega lagt sín lóđ á vogarskálarnar undanfarna vetur í söng- og leiklist í VMA. Hún sigrađi t.d. Sturtuhausinn - söngkeppni VMA fyrr á ţessu ári.

Upphaflega ćtlađi Sćrún Elma ađ efna til stćrri tónleika í Ketilhúsinu, húsi Listasafnsins á Akureyri, en af ţví gat ekki orđiđ vegna takmarkana á fjölda ţeirra sem mega sćkja viđburđi. Niđurstađan var ađ halda lokađa Gryfjutónleika ţar sem voru m.a. nokkrir úr fjölskyldu Sćrúnar Elmu, kennarar á listnáms- og hönnunarbraut og söngkennari og prófdómari frá Tónlistarskólanum á Akureyri en auk náms í VMA hefur Sćrún Elma stundađ söngnám í Tónlistarskólanum.

Á tónleikunum í gćrkvöld söng Sćrún Elma fimm lög međ hljómsveitinni Sjö, níu, ţrettán - fjögur ţeirra eru frumsamin af hljómsveitinni - lög og textar. Kraftmikil tónlist og fjölbreytt og virkilega vel gert hjá ţessari ţéttu og efnilegu hljómsveit sem mun örugglega láta frekar ljós sitt skína í tónlistinni í framtíđinni. Sćrún Elma hefur tónlistina í blóđinu og lćtur til sín taka í söng og ađ semja tónlist og texta. Sannarlega eftirminnilegt lokaverkefni hennar í Gryfjunni. 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00