Fara í efni

Afreksfólk í íþróttum

Veigar Heiðarsson, hinn bráðefnilegi kylfingur úr Golfklúbbi Akureyrar, stundar nám í VMA. Hann er h…
Veigar Heiðarsson, hinn bráðefnilegi kylfingur úr Golfklúbbi Akureyrar, stundar nám í VMA. Hann er hér í glæsilegri sveiflu sl. sumar. Mynd: Kylfingur.is

Það er áhugavert að rýna í nöfn þeirra tíu kvenna og tíu karla sem eru nú tilnefnd til íþróttafólks ársins á Akureyri en ÍBA – Íþróttabandalag Akureyrar kunngjörði tilnefningarnar sl. miðvikudag:

Tíu efstu tilnefningar til íþróttakonu Akureyrar 2023

Andrea Ýr Ásmundsdóttir - GA – Golf
Anna Berglind Pálmadóttir - UFA- Hlaup
Anna María Alfreðsdóttir - AKUR – Bogfimi
Hafdís Sigurðardóttir - HFA - Hjólreiðar
Helena Kristín Gunnarsdóttir – KA – Blak
Jóna Margrét Arnarsdóttir - KA – Blak
Madison Anne Sutton – Þór – Körfuknattleikur
Matea Lonac – KA/Þór – Handknattleikur
Sandra María Jessen – Þór/KA – Knattspyrna
Stefanía Daney Guðmundsdóttir – Eik - Frjálsar

Tíu efstu tilnefningar til íþróttakarls Akureyrar 2023

Alex Cambray Orrason - KA – Kraftlyftingar
Baldvin Þór Magnússon - UFA – Hlaup
Dagur Gautason – KA – Handknattleikur
Einar Rafn Eiðsson – KA – Handknattleikur
Elmar Freyr Aðalheiðarson – Þór – Hnefaleikar
Gísli Marteinn Baldvinsson – KA – Blak
Hallgrímur Mar Steingrímsson – KA – Knattspyrna
Izaar Arnar Þorsteinsson – Akur – Bogfimi
Jakob Ernfelt Jóhannesson – SA – Íshokkí
Veigar Heiðarsson – GA – Golf

Það kemur sem sagt í ljós að einn af starfsmönnum VMA er tilnefndur, nefnilega ofurhlaupakonan Anna Berglind Pálmadóttir, enskukennari. Tveir tilnefndir eru nemendur við skólann, kylfingurinn Veigar Heiðarsson og blakarinn Gísli Marteinn Baldvinsson. Sjö aðrir tilnefndir hafa verið í VMA, hjólreiðakonan Hafdís Sigurðardóttir, blakkonan Jóna Margrét Arnarsdóttir, frjálsíþróttakonan Stefanía Daney Guðmundsdóttir, hnefaleikamaðurinn Elmar Freyr Aðalheiðarson, bogfimimaðurinn Izaar Arnar Þorsteinsson, bogfimikonan Anna María Alfreðsdóttir og íshokkímaðurinn Jakob Ernfelt Jóhannesson.

Hér er grein um Stefaníu Daneyju á vef VMA.
Hér er grein um Veigar Heiðarsson á vef VMA.

Á Íþróttahátíð ÍBA 31. janúar nk. verður upplýst hver verða útnefnd íþróttakarl og íþróttakona ársins á Akureyri fyrir árið 2023.

Íþrótt