Fara efni  

Stefana Daney setti fimm slandsmet

Stefana Daney setti fimm slandsmet
Stefana Daney 200 m hlaupinu. Mynd: rf. fatl.

Frjálsíþróttakonan Stefanía Daney Guðmundsdóttir, sem stundar nám í VMA, var í essinu sínu á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í Kaplakrika um helgina og setti fimm Íslandsmet í sínum flokki. Þjálfari hennar segir þennan árangur ekki hafa komið alveg á óvart, hún hafi náð öllum sínum markmiðum fyrir mótið og raunar gott betur.

Stefanía keppir í flokki 20 – þroskahamlaðir – og setti hún Íslandsmet í 60 metra hlaupi á tímanum 9,05 sek., í 200 metra hlaupi á tímanum 30,69 sek, í 400 metra hlaupi á tímanum 76,32 sek, í langstökki þar sem Stefanía stökk 4,47 metra og í hástökki þar sem hún stökk 1,25m.

„Nei, þetta kom mér ekki alveg á óvart. Stefanía Daney er búin æfa gríðarlega vel í vetur og verið mjög einbeitt í öllu sem hún hefur verið að gera. Hún náði öllum þeim markmiðum sem við settum fyrir mótið og raunar gott betur. Nú munum við setja okkur ný markmið,“ segir Egill Þór Valgeirsson, þjálfari hennar hjá Íþróttafélaginu Eik, en auk þess æfir Stefanía Daney með ófötluðum í UFA og nýtur þar þjálfunar Gísla Sigurðssonar og æfir við hlið frjálsíþróttakonunnar öflugu, Hafdísar Sigurðardóttur, Íþróttamanns Akureyrar.

„Það er ekki nokkur spurning í mínum huga að Stefanía Daney mun ná langt. Næsta stóra mót sem hún tekur þátt í verður á Ítalíu í júní og síðan verður sú nýbreytni á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum í júlí að þar verður einnig keppt í frjálsíþróttum fatlaðra. Það verður mjög skemmtilegt og spennandi,“ segir Egill Þór.

Besta grein Stefaníu Daneyjar er og hefur verið langstökk og ljóst er að hún er komin ofarlega á heimslistann í sínum keppnisflokki í þeirri grein. Til þess að hún geti látið sig dreyma um að komast á heimsmeistaramótið í Doha í Katar í október á þessu ári og Paralympic Games í Ríó á næsta ári þarf að fást formleg staðfesting um að Stefanía sé gjaldgeng í ákveðinn fötlunarflokk.  Egill Þór segir að sú vinna sé þegar komin í gang en búast megi við að hún taki töluverðan tíma.


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mnudaga til fimmtudaga fr kl. 08:15-12:10 og fr 12:30-15:00. fstudgum er opi fr kl 08:15-13:00.