Fara í efni

Tæplega þúsund nemendur í dagskóla

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá kl. 13:15 í dag.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá kl. 13:15 í dag.

Í dag, fimmtudaginn 4. janúar, kl. 13:15 hefst kennsla á vorönn í VMA samkvæmt stundaskrá. Tæplega þúsund nemendur stunda nám í dagskóla á vorönn – auk fjölda fjarnámsnemenda.

Í gær var opnað fyrir töflur nemenda í INNU en þeir nemendur sem þess óska geta fengið útprentaða stundatöflu á skrifstofu skólans.

Töflubreytingar eru mögulegar í INNU til nk. mánudags, 8.janúar, kl.15:00. Útskriftarnemendur næsta vor og í desember 2018 eru í forgangi í töflubreytingum. 

Í dag kl. 09:00 verður fundur í M-01 með nýjum og endurinnrituðum nemendum. Áhersla er lögð á að þeir nemendur sem ekki hafa áður verið í VMA eða hafa ekki verið í skólanum í töluverðan tíma mæti á þennan upplýsingafund. 

Námið í VMA á vorönn verður með nokkuð hefðbundnu sniði en þó skal þess getið að á önninni verður boðið upp á bæði nám í pípulögnum - sem hefur ekki verið í boði í nokkur undanfarin ár - og sömuleiðis verður núna í annað skipti boðið upp á nám í 2. bekk í matreiðslu. Eins og vera ber í svo stórum og fjölbreyttum skóla er námsframboðið mikið og það segir sína sögu að í boði eru á önninni samtals á þriðja hundrað námsáfangar í bóknáms- og verknámsgreinum.