Flýtilyklar

Starfsemi FAB-LAB smiđjunnar hafin

Starfsemi FAB-LAB smiđjunnar hafin
Jón Ţór Sigurđsson viđ stćrstu vél smiđjunnar.

Ţessa dagana er starfsemi nýju FAB-LAB smiđjunnar, sem er stađsett í VMA, ađ hefjast. Fyrsti námskeiđshópurinn á vegum Símenntunarmiđstöđvar Eyjafjarđar mćtti í fyrstu kennslustundina sl. mánudag og í ţessari og nćstu viku verđa kynningar fyrir kennara grunn- og framhaldsskóla á svćđinu til undirbúnings fyrir notkun grunn- og framhaldsskólanema á tćkjum og tólum FAB-LAB smiđjunnar.

Síđastliđinn föstudag var bođiđ til kaffisamsćtis í FAB-LAB smiđjunni ţar sem voru m.a. fulltrúar rekstrarađila smiđjunnar og ţeirra fyrirtćkja sem fjárhagslega hafa lagt henni liđ viđ kaup á tćkjabúnađi.

Ađ FAB-LAB smiđjunni hafa stađiđ frá upphafi VMA, SÍMEY, Nýsköpunarmiđstöđ Íslands og Akureyrarbćr. Auk ţess leggur Eyjafjarđarsveit smiđjunni til rekstrarframlag. Stofnsamningur um smiđjuna var til ţriggja ára – 2016-2018.

Hćsta framlag fyrirtćkja til tćkjakaupa kom frá Norđurorku. Einnig lögđu tćkjakaupum liđ KEA, SS Byggir, Höldur og Byggiđn – stéttarfélag.

FAB-LAB smiđjan á Akureyri er sú sjöunda á Íslandi. Ţorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiđstöđvar Íslands, gat ţess í ávarpi viđ kynningu á smiđjunni sl. föstudag ađ hann hefđi miklar vćntingar til hennar, enda stađsett í Eyjafirđi ţar sem mannlíf vćri fjölbreytt, menntun öflug og fjölţćtt og sterkt atvinnulíf.

Kynningu á tćkjabúnađi smiđjunnar og hvernig hún virkađi önnuđust Jón Ţór Sigurđsson, verkefnastjóri FAB-LAB smiđjunnar í VMA, Helga Jónasardóttir, vöruhönnuđur og kennari viđ listnámsbraut VMA, og Halldór Grétar Svansson, ţrívíddarhönnuđur. Ţau Helga og Halldór Grétar kenna á áđurnefndum námskeiđum á vegum SÍMEY ásamt Ólafi Pálma Guđnasyni, sem kennir ţrívíddarforritun.

Jón Ţór Sigurđsson, verkefnastjóri FAB-LAB smiđjunnar, segir ađ fyrri part dags – til kl. 16 – sé gert ráđ fyrir ađ skólarnir á svćđinu nýti smiđjuna en seinnipart dags verđi ţar námskeiđ á vegum SÍMEY og almenningur fái einnig ađgang ađ smiđjunni. Hann segir ađ reynslan verđi ađ skera úr um hvernig tímataflan líti nákvćmlega út, ţađ muni koma í ljós ţegar skólarnir verđi byrjađir ađ nýta smiđjuna og námskeiđin komin í fullan gang. En almennt megi segja ađ smiđjan fari vel af stađ og ađsókn ađ auglýstum námskeiđum hjá SÍMEY sé mjög góđ. Jón Ţór hyggst nýta FB-síđu smiđjunnar vel til ţess ađ setja ţar reglulega upplýsingar um starfsemina og einnig sé ćtlunin ađ setja upp sameiginlegan Snapchat-reikning fyrir allar sjö FAB-LAB smiđjur landsins.

Ţá er vert ađ undirstrika ađ annan föstudag, 17. febrúar, verđur opiđ hús fyrir almenning í FAB-LAB smiđjunni, ţar sem allir áhugasamir geta komiđ. Ţetta opna hús verđur auglýst nánar síđar.


VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Hringteig 2
600 Akureyri
Sími 464 0300 / Fax 464 0301

Kt. 531083-0759

vma[ hjá ]vma.is

Skrifstofa VMA
er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00