Fara í efni  

Skólinn byrjađur - félagslífiđ í fullan gang

Skólinn byrjađur - félagslífiđ í fullan gang
Eyţór Dađi Eyţórsson, formađur Ţórdunu.

Um leiđ og skólastarfiđ fer í fullan gang hefst félagslífiđ af krafti. Ţví stýrir stjórn nemendafélagsins Ţórdunu, sem var kjörin undir lok vorannar. Formađur Ţórdunu er Eyţór Dađi Eyţórsson og gegnir hann formannsstöđunni annađ áriđ í röđ.

Stjórn Ţórdunu er nú ţegar búin ađ hittast og leggja línur fyrir veturinn. Ţađ fyrsta í félagslífi vetrarins verđur, ađ venju, ađ bjóđa nýnema velkomna í skólann. Ţađ verđur gert nk. miđvikudag ţegar efnt verđur til nýnemaferđa út fyrir bćjarmörkin. Skipulagning ferđanna er í höndum skólans en Ţórduna mun leggja sín lóđ á vogarskálarnar. Daginn eftir verđur nýnemahátíđ í skólanum, sem Ţórduna stendur, fyrir og á fimmtudagskvöld verđur efnt til nýnemaballs. Nánari upplýsingar um ţetta í nćstu viku. 

Eyţór formađur segir ađ í stórum dráttum verđi félagslífiđ í vetur međ nokkuđ hefđbundnu sniđi. Stórviđburđirnir verđi á sínum stađ, Sturtuhausinn - söngkeppni VMA verđur síđari hluta janúar, í febrúar er stefnt ađ frumsýningu á leiksýningu Leikfélags VMA og árshátíđin verđur á sínum stađ í mars. Eyţór segir ađ auk ţessara stóru viđburđa sé ćtlunin í vetur ađ leggja meiri áherslu á minni viđburđi sem kosti lítiđ ađ taka ţátt í. Nemendafélagiđ mun kynna ţetta betur síđar.

Ákveđiđ hefur veriđ hvađa leikrit verđur sett upp í vetur og segist Eyţór vćnta ţess ađ unnt verđi ađ opinbera nafn ţess í nćstu viku í tengslum viđ nýnemahátíđina. 

Ţess má geta ađ auk stjórnarmanna sem voru kjörnir sl. vor til ţess ađ sitja í stjórn Ţórdunu hefur Bergvin Ţórir Bernharđsson tekiđ ađ sér embćtti gjaldkera Ţórdunu.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00