Fara í efni

Ný stjórn Þórdunu tekin við

Ný stjórn Þórdunu eftir lyklaskiptin. Mynd: HF.
Ný stjórn Þórdunu eftir lyklaskiptin. Mynd: HF.

Fyrir helgina var, eins og venja er til, efnt til formlegra lyklaskipta þegar ný stjórn nemendafélagsins Þórdunu tók við stjórnartaumunum. Sigríður Huld skólameistari stýrði athöfninni sem fram fór í Gryfjunni. Hilmar Friðjónsson tók þessar myndir af lyklaskiptunum.

Eins og fram hefur komið eru eftirtalin í stjórn Þórdunu:

Formaður: Eyþór Daði Eyþórsson.
Varaformaður: Ylfa María Lárusdóttir.
Ritari: Anna Kristjana Helgadóttir.
Skemmtanastjóri: Embla Björk Jónsdóttir.
Eignastjóri: Hrafnhildur María Ríkharðsdóttir.
Kynningastjóri: Aldís Lilja Sigurðardóttir.
Formaður hagsmunaráðs: Guðrún Katrín Ólafsdóttir.