Fjöbreytt sýning kvöldskólanema í Deiglunni
Um liðna helgi, 3. og 4. maí, sýndu nemendur í kvöldskóla listnáms- og hönnunarbrautar VMA sýnishorn af vinnu sinni í vetur í Deiglunni í Listagilinu. Sýningin bar yfirskriftina Ólíkar leiðir. Eins og þessar myndir bera með sér voru verkin á sýningunni afar fjölbreytt.
Þetta er í fyrsta skipti sem listnáms- og hönnunarbraut býður upp á kvöldskóla og því voru bæði kennarar og nemendurnir níu að feta að mörgu leyti óþekkta slóð. Yfirferðin á námsefninu var mun hraðari en í dagskólanum og því var hvergi slegið slöku við.
Sýningin í Deiglunni var um leið brautskráning nemenda og fengu þeir skírteini sín afhent - og auðvitað líka blóm í tilefni dagsins.
---
En þó svo að ekki sé lengur hægt að sjá sýningu kvöldskólanema verður áfram hægt að sjá lokaverkefnasýningu dagskólanema á listnáms- og hönnunarbraut VMA í Menningarhúsinu Hofi og síðan gefst auðvitað tækifæri til þess að sjá sýnishorn af því sem nemendur á brautinni hafa verið að vinna að núna á önninni á opnu húsi í húsnæði hennar nk. þriðjudagskvöld.