Fara í efni

Sýning á lokaverkefnum nemenda á listnáms- og hönnunarbraut í Hofi

Sautján nemendur eiga verk á lokaverkefnissýningunni í Hofi.
Sautján nemendur eiga verk á lokaverkefnissýningunni í Hofi.

Á morgun, laugardaginn 3. maí kl. 15, verður opnuð í Menningarhúsinu Hofi sýning á lokaverkefnum nemenda á listnáms- og hönnunarbraut VMA. Sýningin verður opin á opnunartíma Hofs til 11. maí nk.

Við lok náms af listnáms- og hönnunarbraut VMA velja nemendur sér verkefni eftir áhugasviði þar sem þeim gefst tækifæri til að kynna sér nýja miðla eða dýpka skilning sinn á þeim sem þeir hafa áður kynnst. Að baki verkanna liggur hugmynda- og rannsóknarvinna og leita nemendur víða fanga í eigin sköpunarferli, allt eftir því hvað hentar hverri hugmynd og þeim miðli sem unnið er með. Að lokaverkefni vinna nemendur í eina önn og liður í náminu er síðan að setja verkið upp á sýningunni, nú í Hofi, en í mörg undanfarin ár hefur lokaverkefnissýningin verið í Ketilhúsinu, einni af byggingu Listasafnsins á Akureyri.

Nemendurnir sem eiga verk á sýningunni að þessu sinni eru:

Aðalheiður Jóna K. Liljudóttir
Andri Hafþór Þorgilsson
Apríl Ýr Kro
Arnrún Hildur Hrólfsdóttir
Áskell Alexander Alegre
Dalrós Ríkey Guðmundsdóttir
Daníela Líf Richter
Emelía Ósk Gunnþórsdóttir
Hafey Hvítfeld Garðarsdóttir
Jasmín Skúladóttir
Kristján Helgi Alegre
Mahaut Ingiríður Matharel
Martyna Kulesza
Natalia Oliwia Kozuch
Pálína Arinbjarnard.
Hofmann
Sigrún Dalrós Eiríksdóttir
Soffía Sunna Engilbertsdóttir