Fara í efni  

Sandspói og málverkasýning

Sandspói og málverkasýning
Ţorbjörg Jónasdóttir međ ljóđabókina sína.

Ţorbjörg Jónasdóttir hefur ekki setiđ auđum höndum eftir ađ hún lét af störfum hjá VMA um áramótin 2015-2016 en ţar starfađi hún í tuttugu og átta og hálft ár. Hún lét gamlan draum rćtast, settist á skólabekk og lćrđi myndlist og lét verđa af ţví sem hún hafđi veriđ lengi hvött til, ađ gefa út ljóđabók. Bókina, sem hún kallar Hefurđu séđ sandspóann – örsöguljóđ frá ómunatíđ, fékk hún úr prentun í ţessari viku. Á morgun, laugardaginn 29. september og nk. sunnudag, kl. 13-17 báđa dagana, býđur Ţorbjörg öllum ađ koma í húsnćđi SÍMEY viđ Ţórsstíg á Akureyri og njóta sýningar á myndverkum hennar og um leiđ ađ fá kynningu á nýútkominni ljóđabók. Međ sýningunni og bókarkynningunni fagna Ţorbjörg og Kristinn Sigurđsson eiginmađur hennar sjötugsafmćli beggja og um leiđ fimmtíu ára brúđkaupsafmćli. Málverkasýningin og útgáfuteitiđ um helgina er ţeirra afmćlisveisla og öllum er bođiđ í hana! Og auđvitađ verđur Ţorbjörg međ ljóđabókina, sem hún gefur út sjálf, til sölu í SÍMEY. En athugiđ, hún verđur ekki međ posa á stađnum! Hér gefur ađ líta, ađ sögn Ţorbjargar, útgáfur af ţeim hjónum unnar í tré og á milli ţeirra er sýningarstjórinn.

„Ég lćrđi á sínum tíma auglýsingateiknun í Samvinnuskólanum og hef alla tíđ haft ánćgju af ţví ađ teikna. Hins vegar skorti mig grunninn og ţví ákvađ ég eftir ađ ég hćtti ađ vinna í VMA ađ sćkja mér nauđsynlega grunnţekkingu í myndlistinni. Ég fór í ţriggja anna listasmiđju hjá Billu í SÍMEY og lauk ţví námi fyrir tćpu ári, í desember 2017. Á međan ég var í náminu og síđan ég lauk ţví hef ég málađ mér til mikillar ánćgju og gleđi. Auk ţess ađ mála heima í bílskúr höfum viđ tólf konur úr náminu í SÍMEY hist reglulega einu sinni í viku og málađ saman og boriđ saman bćkur okkar. Viđ köllum okkur Trönurnar og vorum međ samsýningu í Deiglunni fyrr í ţessum mánuđi sem viđ kölluđum Lífskraft,“ segir Ţorbjörg. Á sýningunni um helgina sýnir hún fjölbreytta myndlist og má hér sjá smá sýnishorn af verkum á sýningunni.

Ţorbjörg segist hafa sett saman tćkifćrisvísur frá ţví hún var unglingur. Hún er fćdd á Smáragrund á Jökuldal en fjölskyldan flutti í Ţórđarstađi í Fnjóskadal ţegar Ţorbjörg var ung ađ árum og hún segist ekki fara leynt međ ađ hún sćki margar myndir í ljóđum sínum úr bernskunni í sveitinni. Nafn bókar sinnar sćkir Ţorbjörg í Fnjóskadalinn. Á bókarkápu segir hún m.a.: Sandspóinn sá fágćti fugl hefur ađeins sést í suđurhluta Fnjóskadals viđ sérstök skilyrđi og aldrei nema seinni hluta sumars í sólarlausu veđri og ţurru á fáförnum stöđum og helst ţegar birtu er tekiđ ađ bregđa.

Á árum áđur segir Ţorbjörg ađ kveđskapur sinni hafi veriđ rímađur en síđustu tíu ár eđa svo hafi hún tileinkađ sér ţađ form sem birtist í bókinni. Hún kunni ţví vel. Ljóđin verđa ekki síst til ţegar Ţorbjörg á rólegar stundir og fer út í náttúruna. Ţá segir hún ađ myndir kvikni. Í bókinni eru 55 ljóđ – mörg ţeirra eru bernskumyndir af ýmsum toga, sem fyrr segir.

lćk á ţađ

ţar sem gamla fólkiđ býr
er lítiđ torfhús

ţađ rennur  lćkur
í gegnum ţađ
bara svona
eftir miđju gólfinu

lćk á ţađ

 

hausttungl

dagsbirtan hverfur
eins og máttarvana laufin
sem vindurinn feykir
fyrir fćtur mína

eftir standa trén
umkomulaus
međ fölgula skímu
bakviđ naktar greinar

og hausttungliđ glottir
viđ fjallsröndina


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00