Fara í efni  

Sálfrćđi í náms- og starfsfrćđslu

Eins og kom fram í frétt hér á heimasíđunni í gćr taka nemendur á brautabrú áfanga á haustönn sem nefnist Náms- og starfsfrćđsla og ţar gefst ţeim tćkifćri til ţess ađ kynna sér nám á ýmsum námsbrautum VMA. Áfanginn hefur orđiđ til ţess ađ auđvelda mörgum nemendum námsval í framhaldinu. Nýjung í Náms- og starfsfrćđslu ađ ţessu sinni eru nokkrar kennslustundir í ţví sem kalla má hagnýta sálfrćđi sem Kristjana Pálsdóttir og Urđur María Sigurđardóttir sjá um. Kristjana segir um ađ rćđa eilítiđ öđruvísi nálgun í sálfrćđinni.

„Viđ fjöllum mest um grunnţćtti geđheilbrigđis og hvađ nemendur geta gert til ađ stuđla ađ góđri geđheilsu, hvađa bjargráđ eru fyrir hendi ef ţeim líđur illa og hvernig unnt er ađ efla tilfinningalćsi. Viđ förum líka í slökun međ nemendum og veljum ţađ besta sem sálfrćđin hefur upp á ađ bjóđa. Viđ vinnum ţetta í samstarfi viđ sjúkraliđabraut og hársnyrtibraut og köllum okkar stöđ í NÁSS (Náms- og starfsfrćđsla) Hjúkrun, hár og hugsun. Ţađ sem af er hefur komiđ okkur skemmtilega á óvart hversu opnir nemendur eru og hversu tilbúnir ţeir eru ađ lýsa tilfinningum sínum. Ţađ er í mínum huga enginn vafi á ţví ađ ţađ var rétt ákvörđun ađ bćta viđ ţessum sálfrćđihluta í Náms- og starfsfrćđslu á brautabrúnni. Ţörfin er klárlega til stađar, enda liggur fyrir ađ kvíđi og geđrćnn vandi hefur aukist hjá ungu fólki og ţví er mikilvćgt ađ geta bođiđ upp á ţessar kennslustundir,“ segir Kristjana og bćtir viđ ađ í sálfrćđiáföngum í VMA sé meiri áhersla á frćđilega hlutann. „En hér er hins vegar um öđruvísi nálgun ađ rćđa ţar sem áherslan er á hagnýtar leiđir til ţess ađ hjálpa nemendum ađ efla sína eigin geđheilsu. Viđ hittum ţá í tvö til ţrjú skipti, fjórar kennslustundir í senn, og ţađ sem af er finnst mér ţetta gefa góđ raun.“

Núna á haustönn kenna Kristjana og Urđur einnig í fyrsta skipti nýjan áfanga á starfsbraut sem kallast Sálfrćđi, hugsun og sjálfsmynd. „Í ţeim áfanga höfum viđ tćkifćri til ţess ađ fara dýpra í hlutina, bćđi frćđilega og í ţví sem viđ getum kallađ hagnýta sálfrćđi. Viđ komum m.a. inn á minnisferli, atferlismótun, tilfinningalćsi, sjálfsmynd, líkamsmynd og hegđun í hóp,“ sagđi Kristjana.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00