Fara í efni  

Sagnamađurinn Hálfdán međ nýja kilju

Sagnamađurinn Hálfdán međ nýja kilju
Nýja kiljan hans Hálfdáns Örnólfssonar.

Hálfdán Örnólfsson kennari viđ VMA hefur nýveriđ sent frá sér kiljuna „Heilsurćkt og mannamein“ sem hefur ađ geyma tvćr frumsamdar sögur. Hér heldur Hálfdán áfram ţar sem frá var horfiđ í fyrstu kilju sinni sem hann sendi frá sér fyrir sléttum tveimur árum og ber nafniđ „Ţrjár sögur“. Fyrst og fremst segir Hálfdán skriftirnar vera tómstundaiđju sem láti sig ekki svo auđveldlega í friđi.

„Ég fer mikiđ í göngutúra og ţá vellur gjarnan upp í manni vitleysan sem ég pikka svo inn í tölvuna ţegar heim er komiđ. Ţannig verđa ţessar sögur til. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á sögum af fólki og landi frá fyrri tíđ, ţví sem stundum er kallađ ţjóđlegur fróđleikur, og ţađ má kannski segja ađ sumt af ţví sem ég geri sé nokkurs konar afbökun á ţess konar ritverkum. Ég tek fyrir afskekkta eyđibyggđ, nánar tiltekiđ  Keflavík í Vestur- Ísafjarđarsýslu og spinn upp sögur af fólki og fénađi. Kannski er rétt ađ kalla ţetta sagnfrćđilega skrumskćlingu eđa ţjóđlega ţvćlu. Ţađ er auđvitađ töluvert ábyrgđarleysi ađ láta svona lagađ frá sér fara. Alla vega ef einhverjum dytti í hug ađ trúa einhverju af ţessu.
Kiljan sem ég er ađ gefa út núna ber titilinn „Heilsurćkt og mannamein“ og hún inniheldur tvćr sögur. Ţetta eru svona hálfstuttar sögur, 30-70 bls. Ég veit ekki hvađ ţađ heitir. Varla skáldsögur en ekki heldur smásögur. Ţetta eru hálfgerđir bastarđar eđa skoffín svona bókmenntalega séđ.“

Pensilín og altćk gćđastjórnun
Hálfdán segir ađ önnur sagan heiti „Pensilín“ og eigi ađ gerast í Keflavík og ţar um kring fyrir langa löngu. „Sú saga fellur undir ţjóđlega ţvćlu og höfuđţemađ er barátta fólks viđ sjúkdóma og ýmsar ókindur,“ segir Hálfdán. Hina söguna, “Altćk gćđastjórnun“, segir hann vera af allt öđrum toga. „Sú gerist í nútímanum og líklega má flokka hana sem hrollvekju ţó ađ hún fjalli um fyrirbćri sem ćtti auđvitađ ađ vera öllum mjög hugnanlegt. Viđ hér í VMA ţekkjum vel til gćđakerfa og ég veit ađ samstarfsfólk mitt,  sem endist til ađ lesa bulliđ, mun kannast viđ alla vega nokkrar skammstafanir. Sagan fjallar samt alls ekki um VMA eđa skólamál af nokkru tagi. Ţarna er reynt ađ koma skikki á einstakling, sem er í vondum málum,  međ ţví ađ setja hann í međferđ eđa ţerapíu sem byggist á hugmyndafrćđi altćkrar gćđastjórnunar.“

.... ţađ var sagt mér
Sem fyrr segir gaf Hálfdán út kiljuna „Ţrjár sögur“ „en hún var svona ámóta kombó og ţessi úr ţjóđlegri ţvćlu, hrollvekjum og ţađan af verra. Kiljan sem ég er ađ gefa út núna hefur ţađ framyfir ţá fyrri ađ hún er prófarkalesin. Viđ ţađ skapast reyndar ađ mínu mati meiri fjarlćgđ á milli rithöfundar og lesanda, ţar sem stafsetningar- og málvillur geta veriđ mikilvćg höfundareinkenni og hluti af stílnum, en ţađ var sagt mér ađ ţađ fćri samt betur á ţví ađ prófarkalesa.“

Hálfdán segir kilju sína gefna út í frekar litlu upplagi og ţví selji hann hana sjálfur „undir borđiđ og hálfpartinn á laun eins og passar best fyrir bókmenntir af ţessu tagi.“

Í ljósi ţess ađ upplagiđ er lítiđ er engin ástćđa til ţess ađ geyma ađ tryggja sér eintak. Hér gildir hiđ forkveđna; fyrstur kemur, fyrstur fćr! Senda má netpóst á Hálfdán – halfdan@vma.is eđa hringja í hann í heimasímann 4627461.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00