Fara í efni  

Ritsmiđja Ungskálda í VMA nk. laugardag - skráningu lýkur í dag

Ritsmiđja Ungskálda í VMA nk. laugardag - skráningu lýkur í dag
Ungskáld 2019 - ritsmiđja og ritlistakeppni.

Ţađ er orđinn fastur liđur ađ á ţessum tíma árs fer af stađ verkefniđ Ungskáld sem eins og nafniđ gefur til kynna vísar til ritlistar og skapandi hugsunar hjá ungu fólki. Sem fyrr stendur Ungskáld fyrir ritlistakeppni fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára ţar sem veitt eru peningaverđlaun fyrir efstu ţrjú sćtin. Engar hömlur eru settar á texta, hvorki varđandi efnistök né lengd. Ţeir ţurfa ţó ađ vera á íslensku.

Umsjón međ verkefninu, sem er eina sinnar tegundar hér á landi, hafa Ungmennahúsiđ Rósenborg, Amtsbókasafniđ á Akureyri, Akureyrarstofa,VMA og MA í góđri samvinnu viđ Framhaldsskólann á Húsavík, Háskólann á Akureyri, Minjasafniđ á Akureyri og Menningarfélagiđ Hraun í Öxnadal. Verkefniđ er styrkt af Uppbyggingarsjóđi Norđurlands eystra.

Í tengslum viđ ritlistakeppnina verđur efnt til ritlistasmiđju og verđur hún í VMA nk. laugardag, 2. nóvember. Leiđbeinendur verđa Stefán Máni rithöfundur og Bryndís Björgvinsdóttir rithöfundur og lektor viđ Listaháskóla ÍslandsSkráningu í smiđjuna lýkur í dag, 31. október. Vert er ađ taka fram ađ ritlistasmiđjan er án endurgjalds fyrir ţátttakendur og ţeim ber ekki skylda til ađ skila inn textum í ritlistakeppnina.

Dagskrá ritlistasmiđjunnar á laugardaginn verđur sem hér segir:

Kl. 09.00 - 09.10    Mćting í VMA
Kl. 09.10 - 12.00    Stefán Máni, smiđja og vinnustofa
Kl. 12.00 - 13.00    Hádegishlé, hádegismatur í bođi Ungskálda
Kl. 13.00 - 16.00    Bryndís Björgvinsdóttir, smiđja og vinnustofa
Kl. 16.00                Ritlistasmiđju lýkur

Síđasti skiladagur á efni – ljóđ, saga, leikrit o.s.frv. - í ritlistakeppni Ungskálda 2019 er 16. nóvember nk. Efninu skal skila á rafrćnu formi í netfangiđ ungskald@akureyri.is ásamt upplýsingum um höfundinn. Nánari upplýsingar um samkeppnina eru veittar í sama netfangi. Einnig má fá frekari upplýsingar á heimasíđunni www.ungskald.is og á samfélagsmiđlunum facebook og instagram.

Sem fyrr segir verđa peningaverđlaun veitt fyrir ţrjú efstu sćtin:

1. sćti fćr 50.000 kr verđlaun
2. sćti fćr 30.000 kr verđlaun
3. sćti fćr 20.000 kr verđlaun
Einnig verđa veitt bókaverđlaun.

Á síđasta ári var Anna Kristjana Helgadóttir, nemandi í VMA, Ungskáld 2018. Hún sendi fimm hugverk í samkeppnina og uppskar afar vel, ljóđiđ hennar „Án titils“ fékk fyrstu verđlaun og smásagan „Tćkifćrin“ fékk önnur verđlaun. Í ţriđja sćti í keppninni í fyrra var smásagan „Dagur á veginum“ eftir Söndru Marín Kristínardóttur.

Hér er viđtal á N4 nýveriđ viđ Önnu Kristjönu og Ađalbjörgu Bragadóttur íslendkukennara í MA um Unglist 2019.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00