Fara í efni  

Lćra réttu handbrögđin viđ pizzugerđina

Lćra réttu handbrögđin viđ pizzugerđina
Áleggiđ sneitt niđur fyrir pizzuna.

NÁSS – náms- og starfsfrćđsla er einn af áföngunum sem nýnemar á brautabrú taka á haustönn. Ţá fara ţeir á milli verknámsbrauta skólans og eru í nokkrum tímum á hverri braut. Í mörgum tilfellum hafa ţessar kynningar auđveldađ nemendum ađ ákveđa í hvađa nám ţeir vilja skrá sig í skólanum.

Ţegar litiđ var inn í tíma hjá Ara Hallgrímssyni á matvćlabraut var hann ađ kenna einum hópi brautabrúarnemenda nokkur grunnatriđi í bakstri og eldamennsku. Verkefni dagsins var fólgiđ í ţví ađ baka pizzu og ţar er vissulega ađ mörgu ađ hyggja; hnođa deig, ákveđa hvađa álegg skuli nota og sneiđa ţađ niđur og loks bökunin – hiti og bökunartími. Eitt atriđi nefndi Ari sem hann sagđi mikilvćgt ađ virđa; fyrst ćtti ađ setja ostinn á pizzuna og síđan áleggiđ. Og hann bćtti viđ ađ ekki ćtti ađ setja allt of mikiđ af áleggi á pizzuna, ţađ gćti orđiđ til ţess ađ miđja pizzubotnsins bakađist ekki sem skyldi.

Ari sýndi nemendum hvernig ţeir ćttu ađ bera sig ađ viđ ađ sneiđa niđur áleggiđ. Aldrei vćri of varlega fariđ ţegar notađir vćru flugbeittir hnífar og ţví full ástćđa til ţess ađ temja sér strax rétt vinnubrögđ viđ notkun á hnífum.

Ari segir ađ hver hópur brautabrúarnema sé í sjö skipti í tímum á matvćlabrautinni og leitast sé viđ ađ gefa ţeim innsýn í ýmis grunnatriđi sem nemendur í grunndeild matvćla- og ferđagreina lćra í námi sínu.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00