Reistu frístundahúsin
22.09.2025
Það er alltaf mikill og táknrænn áfangi þegar nemendur á öðru ári í húsasmíði reisa frístundahúsin. Það gerðist í síðustu viku. Eins og komið hefur fram eru þennan veturinn í smíðum þrjú 20 fermetra frístundahús, öll eins. Tvö þeirra voru reist norðan við húsnæði byggingadeildar og eitt verður áfram í smíðum innan dyra. Þegar húsin verða fullfrágengin verður þeim fundinn framtíðarstaður á tjaldsvæðis- og útivistarsvæðinu á Hömrum við Akureyri.
Þessar myndir voru teknar þegar húsin voru reist í liðinni viku.