Fara í efni  

Rćtt um málefni ungs fólks á málţingi í Hofi miđvikudaginn 23. janúar

Rćtt um málefni ungs fólks á málţingi í Hofi miđvikudaginn 23. janúar
Málţingiđ verđur í Hofi á morgun og hefst kl. 17.

Unga fólkiđ okkar – hvert erum viđ ađ stefna, er yfirskrift málţings í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag, miđvikudaginn 23. janúar, kl. 17-19.  Ađ ţví standa Lögreglan á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Akureyri, FÉLAK – félagsmiđstöđvar Akureyrarbćjar og Akureyrarbćr – samfélagssviđ.

Á fundi ţann 19. nóvember sl. í Rósenborg á Akureyri var rćtt um ýmis mál er tengjast ungu fólki á Akureyri, ţar á međal áfengis- og fíkniefnaneyslu ungmenna í framhaldsskólum. Á ţeim fundi voru fulltrúar framhaldsskólanna á Akureyri, Barnaverndar Akureyrarbćjar, lögreglustjórinn á Akureyri, yfirlögregluţjónninn á Akureyri, sviđsstjóri samfélagssviđs Akureyrarbćjar, áfengis- og fíkniefnaráđgjafi bćjarins og félagsmála- og forvarnarfulltrúar Rósenborgar. Frásögn af ţessum fundi er hér á heimasíđu VMA. Ţar var m.a. rćtt um ađ koma á málţingi fljótlega á nýju ári ţar sem öllum vćri bođiđ ađ koma og rćđa málefni ungmenna frá ýmsum hliđum. Ađ ţessu málţingi er komiđ núna.

Margrét Lilja Guđmundsdóttir, sérfrćđingur frá Rannsókn og greiningu, mun á málţinginu kynna niđurstöđur rannsóknarinnar Ungt fólk á Akureyri. Einnig mun Jón Áki Jensson, geđlćknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri, rćđa um orsakir og afleiđingar vímuefnanotkunar.

Ađ framsöguerindum loknum verđa pallborđsumrćđur.

Ungmenni, foreldrar, fagfólk og allir sem áhuga hafa á ţessum málefnum eru hvattir til ţess ađ fjölmenna á málţingiđ í Hofi.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00