Fara í efni

Opið hús á listnáms- og hönnunarbraut í kvöld

Opið hús kl. 19:30 til 21:00 í kvöld, fimmtudag.
Opið hús kl. 19:30 til 21:00 í kvöld, fimmtudag.

Það líður að lokum vorannar 2023. Önninni lýkur í næstu viku, á mánudag og þriðjudag, með námsmatsdögum.

Eins og alltaf undir lok hverrar annar opna nemendur og kennarar á listnáms- og hönnunarbraut kennslustofurnar upp á gátt á opnu húsi sem verður í kvöld. Þar gefur að líta skemmtilegan þverskurð af því sem nemendur hafa verið að fást við í ólíkum og fjölbreyttum áföngum á vorönn.

Allir eru hjartanlega velkomnir á opna húsið sem stendur frá kl. 19:30 til 21:00.

Hér er obbolítið sýnishorn af verkum nemenda á vorönn 2023.